Innlent

Heilbrigðisráðherra þarf að skera niður um 6,7 milljarða

Heilbrigðisráðherra þarf að spara, hagræða og skera niður fyrir 6,7 milljarða á þessu ári. Mikil ólga er hjá íbúum og bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði með framgöngu heilbrigðisráðherra varðandi Sankti Jósefsspítala og í Vestmannaeyjum vilja bæjaryfirvöld taka yfir rekstur sjúkrahús bæjarins.

Heilbrigðisráðherra bíður ærið verkefni við að hefta fjárútlát í heilbrigðiskerfinu á þessu ári. Honum er ætlað að draga úr útgjöldum upp á 6,7 milljarða miðað við fyrstu áætlanir fjárlaga þessa árs. Þar á t.d. að hagræð með því að lækka lyfjakostnað um milljarð, sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu eiga að hagræða um 2,6 milljarða og öldrunarstofnanir um 1,4 milljarða svo eitthvað sé nefnt.

Þá gera fjárlög ráð fyrir að nýrri gjaldtöku upp á 360 milljónir króna. Aldraðir og öryrkjar greiði þrjú þúsund krónur en aðir sex þúsund í innritunargjöld á sjúkrahús, sem skilar 100 milljónum. Þá vantar enn 260 milljónir sem ekki er búið að ákveða hvar verða innheimtar. Eins og er, er ákvörðun ráðherra um að breyta St. Jósefsspítala algerlega í öldrunarstofnun og flytja aðra starfsemi spítalans á Landspítalann og í Reykjanesbæ, einna umdeildust og hefur verið boðað til borgarafundar um málið á laugardag.

Lúðvík segir að vel megi vera að það þurfi að hagræða en áætlanir heilbrigðisráðherra gangi út á meira en það. Þarna sé ætlunin að færa alla starfsemina út af spítalanum.

Og í Vestmannaeyjum er óánægjan ekki minni þar sem sameina á spítala bæjarins Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Bæjarstjórinn segir bæjaryfirvöld treysta sér til að reka spítalann og ná fram hagræðingu í rekstri í samvinnu við ríkið. Hægt sé að samræma þjónustu spítalans annarri mikilvægri þjónustu í bænum eins og félagsþjónustunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×