Æfir módel fitness í Danmörku 9. desember 2009 05:45 Fjóla Björk æfir sex sinnum í viku og þjálfar á líkamsræktarstöðinni City fitness í Sönderborg meðfram námi í fatahönnun. Mynd/Jónas Hallgrímsson „Þegar ég flutti út var ég ákveðin í að fá vinnu í líkamsrækt til að geta haldið þessu áfram. Eins og íslenska krónan er, er erfitt að búa erlendis og vera í svona dýru sporti eins og fitness,“ segir Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir, nítján ára. Fjóla flutti til Sönderborg í Danmörku í ágúst þar sem hún nemur fatahönnun við Southwest business academy, en hún hefur átt góðu gengi að fagna í módel fitness hér á landi og lenti síðast í 2. sæti á bikarmóti IFBB núna í nóvember. Síðustu helgi birtist viðtal við Fjólu í tímaritinu Jydske Vestkysten, en hún starfar nú á líkamsræktarstöðinni City fitness og æfir sex sinnum í viku. „Ég var svo heppin að fá vinnu við að kenna Push, sem er svipað æfingakerfi og Body pump, og leysa af í spinning. Henrik Hansen einkaþjálfari er svo búinn að vera að þjálfa mig, en hann þjálfaði til dæmis í hinu þekkta Gold‘s gym í Los Angeles,“ útskýrir Fjóla. Hún segir fáar stelpur stunda lyftingar í Sönderborg. „Ég hafði heyrt að það væri ekki mikið um fitness hérna og hér eru mjög fáar stelpur að lyfta. Þá áttaði ég mig á hvað fitness er miklu stærra á Íslandi,“ segir Fjóla, en furðar sig á að ekki séu tekin lyfjapróf hér á landi. „Ég æfi algjörlega náttúruleg og nota engin ólögleg efni. Stíft matarræði, vítamín, kreatín og glútamín er það sem virkar og fer vel með líkamann. Það er óásættanlegt að keppendur eru aldrei látnir taka lyfjapróf á Íslandi. Að sjálfsögðu eiga þrjú efstu sætin í keppnum að vera skyldug til þess eins og tíðkast úti.“ Aðspurð segist hún stefna á mót í módel fitness í Kanada á næsta ári. „Mig langar rosalega að fara og keppa en það er mjög dýrt svo ég verð að byrja að finna mér styrktaraðila,“ útskýrir hún og viðurkennir að draumurinn sé að starfa við sportið í framtíðinni, en Fjóla er einnig með diplóma sem tískustílisti. „Draumurinn væri að vera í módel fitness og starfa sem þjálfari í bland við stílistann og hönnunina. Jafnvel að hanna föt á fólk í fitness og íþróttaföt,“ segir Fjóla. - ag Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Þegar ég flutti út var ég ákveðin í að fá vinnu í líkamsrækt til að geta haldið þessu áfram. Eins og íslenska krónan er, er erfitt að búa erlendis og vera í svona dýru sporti eins og fitness,“ segir Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir, nítján ára. Fjóla flutti til Sönderborg í Danmörku í ágúst þar sem hún nemur fatahönnun við Southwest business academy, en hún hefur átt góðu gengi að fagna í módel fitness hér á landi og lenti síðast í 2. sæti á bikarmóti IFBB núna í nóvember. Síðustu helgi birtist viðtal við Fjólu í tímaritinu Jydske Vestkysten, en hún starfar nú á líkamsræktarstöðinni City fitness og æfir sex sinnum í viku. „Ég var svo heppin að fá vinnu við að kenna Push, sem er svipað æfingakerfi og Body pump, og leysa af í spinning. Henrik Hansen einkaþjálfari er svo búinn að vera að þjálfa mig, en hann þjálfaði til dæmis í hinu þekkta Gold‘s gym í Los Angeles,“ útskýrir Fjóla. Hún segir fáar stelpur stunda lyftingar í Sönderborg. „Ég hafði heyrt að það væri ekki mikið um fitness hérna og hér eru mjög fáar stelpur að lyfta. Þá áttaði ég mig á hvað fitness er miklu stærra á Íslandi,“ segir Fjóla, en furðar sig á að ekki séu tekin lyfjapróf hér á landi. „Ég æfi algjörlega náttúruleg og nota engin ólögleg efni. Stíft matarræði, vítamín, kreatín og glútamín er það sem virkar og fer vel með líkamann. Það er óásættanlegt að keppendur eru aldrei látnir taka lyfjapróf á Íslandi. Að sjálfsögðu eiga þrjú efstu sætin í keppnum að vera skyldug til þess eins og tíðkast úti.“ Aðspurð segist hún stefna á mót í módel fitness í Kanada á næsta ári. „Mig langar rosalega að fara og keppa en það er mjög dýrt svo ég verð að byrja að finna mér styrktaraðila,“ útskýrir hún og viðurkennir að draumurinn sé að starfa við sportið í framtíðinni, en Fjóla er einnig með diplóma sem tískustílisti. „Draumurinn væri að vera í módel fitness og starfa sem þjálfari í bland við stílistann og hönnunina. Jafnvel að hanna föt á fólk í fitness og íþróttaföt,“ segir Fjóla. - ag
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira