Innlent

Ákærður fyrir ólöglegar veiðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hafnfirðingur á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir fiskveiðilagabrot. Hann var staðinn að línuveiðum þann 25. janúar síðastliðinn á 11 brúttólesta fiskiskipi á skyndilokunarsvæði út af Vatnsleysuströnd. Þar voru allar línuveiðar bannaðar frá 21. janúar til 4. febrúar.

Fram kemur í ákæru að Landhelgisgæslan hafi komið að skipinu við veiðar laust fyrir klukkan fjögur þann daginn. Málið gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en sakborningur tók sér frest til þess að lýsa afstöðu til ákærunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×