Erlent

Slökkviliðsmenn binda vonir við lægra hitastig

Slökkviliðsmenn að störfum í nótt. Mynd/AP
Slökkviliðsmenn að störfum í nótt. Mynd/AP
Slökkviliðsmenn sem berjast við skógareldanna sem breiðst hafa stjórnlaust um stórt svæði norður af Los Angelesborg í Kaliforníuríki binda miklar vonir við að kaldara hitastig og aukinn raki muni hægja verulega á eldunum á morgun og á fimmtudag. Þrátt fyrir að vel á þriðja þúsund slökkviliðsmenn taki þátt í baráttunni við eldanna hefur þeim aðeins tekist að slökkva í litlum hluta þess svæðis sem logar.

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti á föstudag yfir neyðarástandi í Los Angeles og hefur fjölda fólks verið skipað að yfirgefa heimili sín. 12 þúsund heimili er talin í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×