Erlent

Ísbjörn hreiðrað um sig á vinnusvæði

Ísbjörn hefur tekið upp á þeim ósið að hrella verkamenn á byggingasvæði í norður-Rússlandi eins og myndirnar sýna. Björninn ráfar um svæðið byggingaverkamönnum til mikillar mæðu. Þetta kemur fram í breska götublaðinu The Sun.

Nú er hann búinn að hreiðra um sig á svæðinu og leitar ætis. Verkamennirnir vita varla í hvorn fótinn þeira eiga að stíga.

Fram kemur að björninn sé ekki litinn hornauga af öllum því börn nálægt svæðinu hafa tekið honum eð opnum örmum. Þau hafa tekið upp á því að föndra leikföng fyrir björninn og skilja eftir handa honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×