Innlent

Fær greiddar milljóna bætur

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi forstöðumanni Dvalarheimilis aldraðra 5,8 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns.

Bæjarstjóri Stykkishólms tilkynnti Landlæknisembættinu árið 2008 að grunur léki á að maðurinn misnotaði lyf og hefði tekið lyf frá dvalarheimilinu. Í dóminum segir að ávirðingarnar hafi ekki verið kannaðar nægilega, auk þess sem maðurinn hafi ekki fengið að tjá sig um þær fyrir uppsögnina. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×