Erlent

Óttast 100 ára barnaníðing

Óli Tynes skrifar
Theodore Sypnier.
Theodore Sypnier.

Árið 1999 var Theodore Sypnier ákærður fyrir að nauðga tveimur systrum í bænum Buffalo í Bandaríkjunum. Þær voru fjögurra og sjö ára gamlar.

Árið 2002 var lífstíðar fangelsisdómur yfir honum felldur úr gildi vegna lagalegra vankanta á málsmeðferðinni.

Hann var eftir það dæmdur fyrir vægara brot og nú er hann að fá lausn úr fangelsi eitthundrað ára gamall. Hann skal þó vera undir eftirliti í tvö ár.

Þessa dagana dvelur hann á áfangaheimili meðan hann bíður eftir að finna sér íbúð til þess að hefja nýtt líf.

Íbúum í Buffalo er ekki rótt. Sérstaklega ekki eftir að haft var eftir prestinum Terry King sem stjórnar áfangaheimilinu að Sypnier hafi ekki sýnt nein merki um iðrun.

Þvert á móti hafi hann oftar en einusinni sagt við starfsfólk heimilisins; -Ég er orðinn hundrað ára gamall. Því skyldi ég nú fara að breytast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×