Innlent

44 prósent landa ESB til hægri

Í tólf af 27 löndum Evrópusambandsins eru stjórnir sem telja verður hægri sinnaðar. Það eru um 44,4 prósent. Átta löndum er stjórnað af vinstri flokkum og fimm lönd hafa miðjustjórnir. Í flestu löndum þar sem eru hægri og vinstri stjórnir er oftast um samteypustjórnir að ræða.

Þegar metið er hvaða lönd hafa hægri stjórn og hvaða lönd vinstri stjórn er tekið mið af meirihluta í ríkisstjórn og erlendum fjölmiðlaheimildum. Nokkur lönd þarf hins vegar að útskýra betur. Í Tékklandi er vinstri utanþingsstjórn sem starfar fram í oktober. Í Lúxemborg er ekki starfhæf ríkisstjórn um þessar mundir. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×