Innlent

Borgarahreyfingin kynnir helstu stefnumál

Borgarahreyfingin kynnir stefnu sína, markmið og tilgang á fundi með blaðamönnum á morgun. Borgarahreyfingin er pólitísk hreyfing sem á sitt bakland í fjölmörgum hreyfingum sem sprottið hafa upp í kjölfar efnahagshrunsins, að fram kemur í tilkynningu.

,,Borgarahreyfingin - þjóðin á þing býður fram krafta sína sem fulltrúar almennings í komandi kosningum. Okkar markmið er að sjá til þess að þjóðin þurfi ekki að afsala sér sínum lýðræðislegu réttindum á fjögurra ára fresti. Við viljum færa valdið aftur til þjóðarinnar með því að m.a. tryggja að núverandi valdablokkir inn í þingheimum efni loforð sín um stjórnlagaþing, breytta kosningalöggjöf og að hér verði komið á þjóðaratkvæðagreiðslum um málefni er varða hag allrar þjóðarinnar," segir í tilkynningu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.