Innlent

„Engin tengsl milli Icesave samninga og ESB aðildar“

Sigríður Mogensen skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir misskilning að það séu sérstök tengsl á milli umsóknar Íslands í Evrópusambandið og Icesave málsins. Hann óttast að það muni hafa umtalsverðar neikvæðar afleiðingar ef Icesave málið dregst á langinn.

Icesave málið er væntanlega eitt það erfiðasta sem komið hefur inn á borð Alþingis.

Krafa hefur verið uppi um að fresta þurfi málinu fram á haust þannig að þingmönnum gefist meira svigrúm til að kynna sér Icesave samningana áður en þeir taka afstöðu.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki góður kostur að fresta frumvarpinu. Auk þess segir fjármálaráðherra að engin tengsl séu á milli aðildar að Evrópusambandinu og Icesave samninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×