Erlent

Fjórir létust í jarðskjálfta á Indónesíu

Að minnsta kosti fjórir létust og mikið tjón varð á mannvirkjum þegar jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter varð um 150 kílómetra norður af ströndum Vestur-Papú á Indónesíu í gærkvöldi.

Fjölmargir slösuðust þegar skjálftinn reið yfir í gær. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa sem flúðu strandsvæði af ótta við flóðbylgu.

Fljóðbylgjuviðvörun sem gefin var út kjölfar skjálftan hefur þó verið dregin til baka. Mikið tjón varð á mannvirkjum og hrundu nokkur hús til grunna í skjálftanum. Þá framkallaði skjálftinn flóðbylgju sem kom að landi við Japan en ekki er vitað um tjón af hennar völdum.

Margir minni eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan stóri skjálftinn reið yfir í gær. Árið 2004 fjögur létust um 230 þúsund manns þegar skjálfti að 9,1 að Richter framkallaði gríðarlega flóðbylgju sem skall fjölmörg lönd við Indlandshaf.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×