Hrekkjusvín biðst afsökunar á fölskum tilkynningum 18. desember 2009 17:43 Lukkuhjól. „Ég verð víst að biðja alla afsökunar sem urðu mínum hrekk að bráð. En klukkan 18:00 kem ég til með að tilkynnar öllum á facebook að þetta var víst ég," skrifar maður sem kallar sig Ingimund en hann sendi fréttastofu póst eftir að Vísir sagði frá ósmekklegum hrekki þar sem fólki var tilkynnt að þeir hefðu unnið í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express. Í tilkynningu frá flugstöðinni sagði að um illkvittinn hrekk væri að ræða sem gefi þátttakendum falska von um vinning og skapraunar grunlausum þátttakendum í vinningsleiknum sem býður upp á ferðavinninga með Iceland Express. Í bréfinu sem Ingimundur sendi frá sama póstfangi og einstaklingar hafa fengið fölsku gleðifregnirnar, segir hann að fólk hafi ekki verið valið af handahófi, né var um fjölmennan hóp að ræða, heldur hafi hann tekið hluta af eigin póstlista, ættingjum og vinum og sent þessa eftirlíkingu af vinningi frá flugfélaginu. „Ég byrjaði á þessu í gær, og svo um 15 manns þennan póst í gærkvöldi," segir Ingimundur, sem gefur ekki upp föðurnafn. Hann segir ennfremur í póstinum:„Mér tókst í gærdag að hrella nokkra vinnufélaga mína með slíkum fölsum vinningum og skemmti mér vel yfir því. Í gærkvöldi hrekkti ég fleiri og sendi póst og skemmti mér vel yfir því líka, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef samt ekki hlegið jafn mikið og ég gerði þegar ég sá aðvörunarfrétt mbl og visis á vefnum." Þrátt fyrir að hafa stórskemmt sér yfir hrekknum sem rataði í fjölmiðla þá biður hann fölsku vinningshafana afsökunar. Hann áréttar þó að hrekkurinn hafi hleypt birtu inn í líf sitt: „En verð samt að segja að ég hef ekki hlegið vel og lengi eins og að þessu hrekk, viðbrögð fólks hafa verið misjöfn en fyndin og ég skemmt mér og fleirum í kringum mig óbærilega mikið með þessu, og hvað þá núna þegar þetta varð fréttamatur." Að lokum óskar hann öllum gleðilega hátíð og bætir við, „og vona að mér verði fyrirgefið." Tengdar fréttir Hrekkja þátttakendur í jólaleik Nokkrum þátttakendum í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express, sem víða er að finna á vefnum, hafa borist falsaðar tilkynningar um vinning sem sendar er frá netfanginu kefairport@gmail.com. 18. desember 2009 16:08 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Ég verð víst að biðja alla afsökunar sem urðu mínum hrekk að bráð. En klukkan 18:00 kem ég til með að tilkynnar öllum á facebook að þetta var víst ég," skrifar maður sem kallar sig Ingimund en hann sendi fréttastofu póst eftir að Vísir sagði frá ósmekklegum hrekki þar sem fólki var tilkynnt að þeir hefðu unnið í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express. Í tilkynningu frá flugstöðinni sagði að um illkvittinn hrekk væri að ræða sem gefi þátttakendum falska von um vinning og skapraunar grunlausum þátttakendum í vinningsleiknum sem býður upp á ferðavinninga með Iceland Express. Í bréfinu sem Ingimundur sendi frá sama póstfangi og einstaklingar hafa fengið fölsku gleðifregnirnar, segir hann að fólk hafi ekki verið valið af handahófi, né var um fjölmennan hóp að ræða, heldur hafi hann tekið hluta af eigin póstlista, ættingjum og vinum og sent þessa eftirlíkingu af vinningi frá flugfélaginu. „Ég byrjaði á þessu í gær, og svo um 15 manns þennan póst í gærkvöldi," segir Ingimundur, sem gefur ekki upp föðurnafn. Hann segir ennfremur í póstinum:„Mér tókst í gærdag að hrella nokkra vinnufélaga mína með slíkum fölsum vinningum og skemmti mér vel yfir því. Í gærkvöldi hrekkti ég fleiri og sendi póst og skemmti mér vel yfir því líka, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef samt ekki hlegið jafn mikið og ég gerði þegar ég sá aðvörunarfrétt mbl og visis á vefnum." Þrátt fyrir að hafa stórskemmt sér yfir hrekknum sem rataði í fjölmiðla þá biður hann fölsku vinningshafana afsökunar. Hann áréttar þó að hrekkurinn hafi hleypt birtu inn í líf sitt: „En verð samt að segja að ég hef ekki hlegið vel og lengi eins og að þessu hrekk, viðbrögð fólks hafa verið misjöfn en fyndin og ég skemmt mér og fleirum í kringum mig óbærilega mikið með þessu, og hvað þá núna þegar þetta varð fréttamatur." Að lokum óskar hann öllum gleðilega hátíð og bætir við, „og vona að mér verði fyrirgefið."
Tengdar fréttir Hrekkja þátttakendur í jólaleik Nokkrum þátttakendum í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express, sem víða er að finna á vefnum, hafa borist falsaðar tilkynningar um vinning sem sendar er frá netfanginu kefairport@gmail.com. 18. desember 2009 16:08 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hrekkja þátttakendur í jólaleik Nokkrum þátttakendum í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express, sem víða er að finna á vefnum, hafa borist falsaðar tilkynningar um vinning sem sendar er frá netfanginu kefairport@gmail.com. 18. desember 2009 16:08