Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni á Stöð 2 18. desember 2009 06:00 Gefur ekkert eftir Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Kóngurinn hefur einnig samið jólalag sem verður frumflutt í þætti Loga Bergmanns í kvöld.Fréttablaðið/stefán „Þetta breytir engu fyrir mig, ég mun rappa og rífa kjaft ef ég er í þeim gírnum. Menn munu bara sjá framan í mig þegar ég byrja," segir Bubbi Morthens. Stöð 2 sýnir beint frá Þorláksmessutónleikum hans en þetta verður í 25. sinn sem Bubbi spilar á þessum tíma. Tónleikarnir eru í Háskólabíói en Rás 2 útvarpaði þeim um árabil. Því var hins vegar hætt þegar stjórnendum í Efstaleitinu þótti tónlistarmaðurinn fara yfir strikið í töluðu máli. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs hjá 365 miðlum, segir hlutverk stöðvarinnar eingöngu að sjónvarpa tónleikunum beint. „Tónlistarval og efnisval verður alfarið í höndunum og á ábyrgð Bubba Morthens," segir Pálmi. Kóngurinn hefur reyndar farið mikinn á öldum ljósvakans að undanförnu og nýverið var greint frá því að honum hefðu borist kurteisleg tilmæli frá dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, að láta meira fara fyrir tónlist í þætti sínum Færibandinu sem útvarpað er á mánudagskvöldum, en minna fyrir töluðu máli. „Auðvitað veltur þetta allt á því í hvernig stuði ég verð. Ég hef spilað á þessum tónleikum án þess að segja orð. En eins og þetta ár hefur verið finnst mér það nú ekki líklegt að ég muni þegja. Ég hef alltaf sagt mínar skoðanir umbúðalaust og það hefur stundum farið fyrir brjóstið á fólki og stundum ekki." Hann bætir því við að auðvitað sé þetta líka spurning um framsetningu. „Maður getur gagnrýnt fólk án þess að vera andstyggilegur." En Bubbi kemur við sögu á fleiri stöðum hjá Stöð 2 því hann frumflytur nýtt lag í þætti Loga Bergmanns í kvöld. Bubbi er á árinu búinn að semja þjóðhátíðarlag, Eurovision-lag og nú er komið að jólalagi, því fyrsta á löngum ferli. „Ég byrjaði að juða í Bubba strax fyrir fyrsta þátt, hvort hann ætti ekki jólalag og ætlaði ekki að gera jólaplötu og svona," segir Logi, sem verður að teljast ábyrgur fyrir þessari uppákomu. „Ég hélt áfram að juða í honum í fyrra en það gekk ekkert heldur. Svo hélt ég bara áfram juðinu núna og það virðist hafa skilað árangri því hann ætlar að spila jólalagið í kvöld," segir Logi, sem hefur ekki hugmynd um hvað lagið heitir. „Ég hringdi í hann á þriðjudaginn og spurði hvernig gengi en þá var hann ekki einu sinni byrjaður á laginu. Sagðist bara ætla að semja það á föstudagsmorguninn og var alveg svalur." freyrgigja@frettabladid.is drgunni@frettabladid.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
„Þetta breytir engu fyrir mig, ég mun rappa og rífa kjaft ef ég er í þeim gírnum. Menn munu bara sjá framan í mig þegar ég byrja," segir Bubbi Morthens. Stöð 2 sýnir beint frá Þorláksmessutónleikum hans en þetta verður í 25. sinn sem Bubbi spilar á þessum tíma. Tónleikarnir eru í Háskólabíói en Rás 2 útvarpaði þeim um árabil. Því var hins vegar hætt þegar stjórnendum í Efstaleitinu þótti tónlistarmaðurinn fara yfir strikið í töluðu máli. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs hjá 365 miðlum, segir hlutverk stöðvarinnar eingöngu að sjónvarpa tónleikunum beint. „Tónlistarval og efnisval verður alfarið í höndunum og á ábyrgð Bubba Morthens," segir Pálmi. Kóngurinn hefur reyndar farið mikinn á öldum ljósvakans að undanförnu og nýverið var greint frá því að honum hefðu borist kurteisleg tilmæli frá dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, að láta meira fara fyrir tónlist í þætti sínum Færibandinu sem útvarpað er á mánudagskvöldum, en minna fyrir töluðu máli. „Auðvitað veltur þetta allt á því í hvernig stuði ég verð. Ég hef spilað á þessum tónleikum án þess að segja orð. En eins og þetta ár hefur verið finnst mér það nú ekki líklegt að ég muni þegja. Ég hef alltaf sagt mínar skoðanir umbúðalaust og það hefur stundum farið fyrir brjóstið á fólki og stundum ekki." Hann bætir því við að auðvitað sé þetta líka spurning um framsetningu. „Maður getur gagnrýnt fólk án þess að vera andstyggilegur." En Bubbi kemur við sögu á fleiri stöðum hjá Stöð 2 því hann frumflytur nýtt lag í þætti Loga Bergmanns í kvöld. Bubbi er á árinu búinn að semja þjóðhátíðarlag, Eurovision-lag og nú er komið að jólalagi, því fyrsta á löngum ferli. „Ég byrjaði að juða í Bubba strax fyrir fyrsta þátt, hvort hann ætti ekki jólalag og ætlaði ekki að gera jólaplötu og svona," segir Logi, sem verður að teljast ábyrgur fyrir þessari uppákomu. „Ég hélt áfram að juða í honum í fyrra en það gekk ekkert heldur. Svo hélt ég bara áfram juðinu núna og það virðist hafa skilað árangri því hann ætlar að spila jólalagið í kvöld," segir Logi, sem hefur ekki hugmynd um hvað lagið heitir. „Ég hringdi í hann á þriðjudaginn og spurði hvernig gengi en þá var hann ekki einu sinni byrjaður á laginu. Sagðist bara ætla að semja það á föstudagsmorguninn og var alveg svalur." freyrgigja@frettabladid.is drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira