35 ár frá snjóflóðunum í Neskaupstað 18. desember 2009 06:00 Gísli Gíslason rifjar upp snjóflóðin í Neskaupstað. Á tímabilinu 13. til 20. desember árið 1974 kyngdi niður snjó um allt Austurland. Föstudaginn 20. desember var þokkalegasta veður í byggð á Norðfirði en mikill fannburður. Dimm él gengu yfir en að mestu logn og bjart á milli hryðja. Norðfirðingar voru komnir í jólaskapið og margt fólk komið í jólafrí. Að öllu jöfnu hefðu á annað hundrað manns átt að vera við störf í frystihúsi og bræðslu en voru aðeins um 20 þennan örlagadag.Flóðin fallaAlls féllu 8 snjóflóð á Norðfirði 20. desember. Þar af 2 mannskæð sem náðu í sjó fram og lögðu helstu vinnustaði bæjarins í rúst. Voru þetta mannskæðustu snjóflóð sem fallið höfðu á Íslandi síðan 1919. Fyrra mannskaðaflóðið 1974, hið innra, kom úr giljum ofan við fiskimjölsverksmiðjuna og féll þegar klukkuna vantaði 13 mínútur í tvö eftir hádegi. Tók það m.a. í sundur raflínu svo rafmagnslaust varð í bænum og það var það fyrsta sem bæjarbúar urðu varir við. Þetta flóð tók 5 mannslíf og eyðileggingarmáttur þess var yfirþyrmandi. Síðara flóðið, hið ytra, kom úr Miðstrandaskarði um tuttugu mínútum síðar og í því fórust 7 manns. Á meðal mannvirkja sem urðu fyrir síðara flóðinu var bifreiðaverkstæði, steypustöð og íbúðarhúsið Máni. Talið er að alls hafi 25 manns lent í flóðunum tveimur. Þar af fórust 12 en 13 var bjargað eða náðu að bjarga sér af eigin rammleik. Fréttin um fyrra flóðið barst hratt um bæinn. Ættingjar og vinir þeirra sem saknað var hlupu á milli verslana og vinnustaða í bænum í þeirri von að þar væri þá að finna. Sumir fundust en ekki allir og eru margir Norðfirðingar til frásagna um örvæntingafulla leit fólks að ástvinum. Í fjögurra dálka fyrirsögn í Morgunblaðinu 22. desember segir: „Eins og sprengja hafi fallið á bæinn". BjörgunarstarfiðFyrstu 12 tímana eftir að flóðin féllu sáu heimamenn á Norðfirði alfarið um björgunarstörf og héldu allir vinnufærir menn á flóðasvæðin. Einkum var leitað með stikum og mokað með rekum í flóðunum en vinnuvélum beitt þar sem það var talið þorandi. Einnig fór fram mikil leit á sjónum út af flóðasvæðunum en samkvæmt sjónarvottum var talið að síðara flóðið hafi borist um 400 metra út á fjörðinn. Um klukkan 2 um nóttina leystu Eskfirðingar af örþreytta heimamenn sem höfðu unnið að björgunarstörfum frá því flóðin féllu. Síðar bættust við björgunarflokkar frá Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og víðar. Strax á fyrstu 12 tímunum er talið að um 150 heimamenn hafi unnið að björgunarstörfum og með aðkomumönnum hafi fjöldi björgunarmanna verið 250 til 300 daginn eftir. Seyðfirðingar buðu fram aðstoð sína en Norðfirðingar töldu ekki fært að þiggja það góða boð þar sem hætta var á snjóflóðum á Seyðisfirði. Fjölmargir aðrir buðu fram aðstoð. Á fyrstu 12 tímunum fundust 9 látnir, 5 voru grafnir lifandi úr flóðunum og 4 var saknað. Þegar 20 klukkustundir voru liðnar frá flóðunum fannst einn til viðbótar á lífi en þá voru margir búnir að gefa upp alla von um að fleiri fyndust með lífsmarki. Nokkrum klukkustundum síðar fannst enn eitt lík og var þá tala látinna komin í 10 og 2 var saknað. Þrátt fyrir mikla leit á landi og sjó tókst aldrei að finna lík þeirra 2ja sem saknað var. Endurreisn í harmskuggaHinn 30. janúar 1975 fór fram í Egilsbúð, félagsheimili bæjarins, útför hinna 10 sem fundust látnir og minningarathöfn um þá tvo sem ekki fundust. Um þá tregafullu athöfn, sem fram fór fyrir fullu húsi, skrifaði Hjörleifur Guttormsson árið 1975: „Sú stund gleymist engum viðstöddum, þar sem bæjarbúar sátu þreyttir en óbugaðir með harm í huga. Sár þeirra, sem misstu sína nánustu í snjóflóðunum, eru enn ógróin, og samfélagið innan fjallahringsins við Norðfjörð mun lengi líða fyrir það högg, sem náttúruöflin greiddu byggðinni í dimmu og ofsafengnu skammdegi. Samhugur þjóðarinnar, heimsókn forsætisráðherra og þingmanna Austurlands á slysstað, svo og fébætur á tjóni og stuðningur í ýmsu formi, jafnvel handan um höf, hafa hins vegar aukið mönnum kjark og hvatt til dáða og athafna við endurreisn atvinnutækja og annars, sem féll í rúst á síðasta vetri." Með samheldni og stórhug og stuðningi margra þá endurreistu Norðfirðingar atvinnulíf staðarins og ávallt hefur kraftur og dugnaður einkennt samfélagið eystra. Höfundur er er formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík Heimild: Brot úr sögu byggðar, skráð á www.nordfirdingafelagid.is af Kristjáni J. Kristjánssyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Gísli Gíslason rifjar upp snjóflóðin í Neskaupstað. Á tímabilinu 13. til 20. desember árið 1974 kyngdi niður snjó um allt Austurland. Föstudaginn 20. desember var þokkalegasta veður í byggð á Norðfirði en mikill fannburður. Dimm él gengu yfir en að mestu logn og bjart á milli hryðja. Norðfirðingar voru komnir í jólaskapið og margt fólk komið í jólafrí. Að öllu jöfnu hefðu á annað hundrað manns átt að vera við störf í frystihúsi og bræðslu en voru aðeins um 20 þennan örlagadag.Flóðin fallaAlls féllu 8 snjóflóð á Norðfirði 20. desember. Þar af 2 mannskæð sem náðu í sjó fram og lögðu helstu vinnustaði bæjarins í rúst. Voru þetta mannskæðustu snjóflóð sem fallið höfðu á Íslandi síðan 1919. Fyrra mannskaðaflóðið 1974, hið innra, kom úr giljum ofan við fiskimjölsverksmiðjuna og féll þegar klukkuna vantaði 13 mínútur í tvö eftir hádegi. Tók það m.a. í sundur raflínu svo rafmagnslaust varð í bænum og það var það fyrsta sem bæjarbúar urðu varir við. Þetta flóð tók 5 mannslíf og eyðileggingarmáttur þess var yfirþyrmandi. Síðara flóðið, hið ytra, kom úr Miðstrandaskarði um tuttugu mínútum síðar og í því fórust 7 manns. Á meðal mannvirkja sem urðu fyrir síðara flóðinu var bifreiðaverkstæði, steypustöð og íbúðarhúsið Máni. Talið er að alls hafi 25 manns lent í flóðunum tveimur. Þar af fórust 12 en 13 var bjargað eða náðu að bjarga sér af eigin rammleik. Fréttin um fyrra flóðið barst hratt um bæinn. Ættingjar og vinir þeirra sem saknað var hlupu á milli verslana og vinnustaða í bænum í þeirri von að þar væri þá að finna. Sumir fundust en ekki allir og eru margir Norðfirðingar til frásagna um örvæntingafulla leit fólks að ástvinum. Í fjögurra dálka fyrirsögn í Morgunblaðinu 22. desember segir: „Eins og sprengja hafi fallið á bæinn". BjörgunarstarfiðFyrstu 12 tímana eftir að flóðin féllu sáu heimamenn á Norðfirði alfarið um björgunarstörf og héldu allir vinnufærir menn á flóðasvæðin. Einkum var leitað með stikum og mokað með rekum í flóðunum en vinnuvélum beitt þar sem það var talið þorandi. Einnig fór fram mikil leit á sjónum út af flóðasvæðunum en samkvæmt sjónarvottum var talið að síðara flóðið hafi borist um 400 metra út á fjörðinn. Um klukkan 2 um nóttina leystu Eskfirðingar af örþreytta heimamenn sem höfðu unnið að björgunarstörfum frá því flóðin féllu. Síðar bættust við björgunarflokkar frá Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og víðar. Strax á fyrstu 12 tímunum er talið að um 150 heimamenn hafi unnið að björgunarstörfum og með aðkomumönnum hafi fjöldi björgunarmanna verið 250 til 300 daginn eftir. Seyðfirðingar buðu fram aðstoð sína en Norðfirðingar töldu ekki fært að þiggja það góða boð þar sem hætta var á snjóflóðum á Seyðisfirði. Fjölmargir aðrir buðu fram aðstoð. Á fyrstu 12 tímunum fundust 9 látnir, 5 voru grafnir lifandi úr flóðunum og 4 var saknað. Þegar 20 klukkustundir voru liðnar frá flóðunum fannst einn til viðbótar á lífi en þá voru margir búnir að gefa upp alla von um að fleiri fyndust með lífsmarki. Nokkrum klukkustundum síðar fannst enn eitt lík og var þá tala látinna komin í 10 og 2 var saknað. Þrátt fyrir mikla leit á landi og sjó tókst aldrei að finna lík þeirra 2ja sem saknað var. Endurreisn í harmskuggaHinn 30. janúar 1975 fór fram í Egilsbúð, félagsheimili bæjarins, útför hinna 10 sem fundust látnir og minningarathöfn um þá tvo sem ekki fundust. Um þá tregafullu athöfn, sem fram fór fyrir fullu húsi, skrifaði Hjörleifur Guttormsson árið 1975: „Sú stund gleymist engum viðstöddum, þar sem bæjarbúar sátu þreyttir en óbugaðir með harm í huga. Sár þeirra, sem misstu sína nánustu í snjóflóðunum, eru enn ógróin, og samfélagið innan fjallahringsins við Norðfjörð mun lengi líða fyrir það högg, sem náttúruöflin greiddu byggðinni í dimmu og ofsafengnu skammdegi. Samhugur þjóðarinnar, heimsókn forsætisráðherra og þingmanna Austurlands á slysstað, svo og fébætur á tjóni og stuðningur í ýmsu formi, jafnvel handan um höf, hafa hins vegar aukið mönnum kjark og hvatt til dáða og athafna við endurreisn atvinnutækja og annars, sem féll í rúst á síðasta vetri." Með samheldni og stórhug og stuðningi margra þá endurreistu Norðfirðingar atvinnulíf staðarins og ávallt hefur kraftur og dugnaður einkennt samfélagið eystra. Höfundur er er formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík Heimild: Brot úr sögu byggðar, skráð á www.nordfirdingafelagid.is af Kristjáni J. Kristjánssyni.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun