Erlent

Samkomulag um drög að loftslagssáttmála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmargir eru samankomnir í Kaupmannahöfn vegna ráðstefnunnar. Þar á meðal eru fulltrúar Íslendinga. Mynd/ NordicPhotos.
Fjölmargir eru samankomnir í Kaupmannahöfn vegna ráðstefnunnar. Þar á meðal eru fulltrúar Íslendinga. Mynd/ NordicPhotos.
Samkomulag virðist hafa náðst um drög að nýjum loftslagssáttmála náðist í Kaupmannahöfn í nótt.

Um 120 þjóðarleiðtogar munu taka þátt í viðræðum um nýja sáttmálann í dag. Lars Lokke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sat fund með forystumönnum 26 ríkja í gærkvöldi og segir fréttastofa BBC að á þeim fundi hafi verið hoggið á þann hnút sem upp var kominn í samningaviðræðunum. Miklu máli skipta yfirlýsingar fulltrúa Bandaríkjamanna og Kínverja um að þeir séu reiðubúnir til þess að koma til móts við önnur ríki á ráðstefnunni. Þessi tvö ríki losa langmest af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið.

Rasmussen sagði við fréttamenn í gær að fundarhöldin, sem hafi staðið í um tvo klukkutíma, hafi skilað árangri.

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, sagði að embættismenn myndu vinna að drögunum í nótt þannig að þjóðarleiðtogar gætu rætt drögin í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×