Stónsmenn bragða kæsta skötu 18. desember 2009 02:00 Rokkarar borða skötu Piltarnir í hljómsveitinni Stóns borðuðu kæsta skötu á veitingastaðnum Þrem frökkum og þótti þeim sitt hvað um réttinn. fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Stóns heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri fara fram í kvöld á Græna hattinum á Akureyri og þeir seinni annað kvöld á Sódómu í Reykjavík. Blaðamaður hitti þá á Þremur frökkum og lét þá smakka kæsta skötu. Enda ekki á hverjum degi sem Stóns fá sér skötu. Það eru þeir Bjarni Sigurðarson (Keith Richards), Frosti Runólfsson (Charlie Watts) og Björn Stefánsson (Mich Jagger), sem bíða spenntir eftir matnum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum á Akureyri og í annað sinn sem við spilum á Sódómu. Við erum þar með búnir að brjóta þá reglu að spila aldrei á sama stað oftar en einu sinni,“ segir Frosti, trommuleikari sveitarinnar. Þegar skatan er borin á borð slær þögn á hópinn. Hvorki Frosti né Bjarni hafa bragðað á þessum þjóðarrétti Íslendinga og virðast tregir til að smakka. Það er aðeins Björn sem tekur strax til matar síns enda vanur maður á ferð. „Það er sama lykt af þessu og var af hárinu á mér þegar ég aflitaði það síðast. Það er einhvers konar ammoníak-lykt af þessu,“ segir Frosti sem smakkar einn bita. Bjarni samsinnir þessu. „Þetta er algjör viðbjóður. Þá kýs ég heldur gömlu góðu smalabökuna. Við erum greinilega ekki nógu miklir menn fyrir þetta.“ Þegar hér er komið sögu hefur Björn lokið við fyrri skammtinn og biður kurteislega um meira. „Ég er að fíla þetta. Þetta er hollt og hreinsar líkamann af óþverra og svo hef ég heyrt að þetta bæti ónæmiskerfið,“ segir hann. Þegar blaðamaður spyr hvort þeir telji að þeir muni einhvern tímann bragða skötu aftur útiloka þeir það ekki. „Þetta er gott sport. Ég verð líka búinn að gleyma deginum í dag á morgun,“ segir Bjarni Tónleikarnir á Græna hattinum hefjast 22.00 í kvöld og tónleikarnir á Sódómu Reykjavík hefjast klukkan 24.00 annað kvöld. - sm Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hljómsveitin Stóns heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri fara fram í kvöld á Græna hattinum á Akureyri og þeir seinni annað kvöld á Sódómu í Reykjavík. Blaðamaður hitti þá á Þremur frökkum og lét þá smakka kæsta skötu. Enda ekki á hverjum degi sem Stóns fá sér skötu. Það eru þeir Bjarni Sigurðarson (Keith Richards), Frosti Runólfsson (Charlie Watts) og Björn Stefánsson (Mich Jagger), sem bíða spenntir eftir matnum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum á Akureyri og í annað sinn sem við spilum á Sódómu. Við erum þar með búnir að brjóta þá reglu að spila aldrei á sama stað oftar en einu sinni,“ segir Frosti, trommuleikari sveitarinnar. Þegar skatan er borin á borð slær þögn á hópinn. Hvorki Frosti né Bjarni hafa bragðað á þessum þjóðarrétti Íslendinga og virðast tregir til að smakka. Það er aðeins Björn sem tekur strax til matar síns enda vanur maður á ferð. „Það er sama lykt af þessu og var af hárinu á mér þegar ég aflitaði það síðast. Það er einhvers konar ammoníak-lykt af þessu,“ segir Frosti sem smakkar einn bita. Bjarni samsinnir þessu. „Þetta er algjör viðbjóður. Þá kýs ég heldur gömlu góðu smalabökuna. Við erum greinilega ekki nógu miklir menn fyrir þetta.“ Þegar hér er komið sögu hefur Björn lokið við fyrri skammtinn og biður kurteislega um meira. „Ég er að fíla þetta. Þetta er hollt og hreinsar líkamann af óþverra og svo hef ég heyrt að þetta bæti ónæmiskerfið,“ segir hann. Þegar blaðamaður spyr hvort þeir telji að þeir muni einhvern tímann bragða skötu aftur útiloka þeir það ekki. „Þetta er gott sport. Ég verð líka búinn að gleyma deginum í dag á morgun,“ segir Bjarni Tónleikarnir á Græna hattinum hefjast 22.00 í kvöld og tónleikarnir á Sódómu Reykjavík hefjast klukkan 24.00 annað kvöld. - sm
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira