Ian seldi líf sitt á eBay og vill sjá norðurljósin á Íslandi 18. desember 2009 06:00 seldi líf sitt á Ebay Ian Usher seldi líf sitt á uppboðssíðunni eBay og hefur ferðast um heiminn undanfarið eitt og hálft ár. Disney keypti réttinn að sögunni og hann er í viðræðum við breskan útgefanda um að skrifa ferðasöguna.fréttablaðið/anton brink Bretinn Ian Usher tók upp á því í fyrra sumar að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið sem hann hafði sett sér á jafnmörgum vikum. Ian er nú staddur hér á landi þar sem hann hyggst sjá ísjaka á Jökulárslóni og hin margrómuðu norðurljós. Sara McMahon hitti þennan geðþekka Breta á Tíu dropum í miðborg Reykjavíkur. „Ég var nýskilinn við eiginkonu mína og langaði að breyta til. Ég ákvað að selja líf mitt og leggja af stað í tveggja ára ferðalag þar sem ég myndi reyna að uppfylla gamla drauma og önnur markmið sem ég hafði sett mér,“ útskýrir Ian. Hann segist upphaflega hafa ætlað að selja líf sitt í einum heildarpakka en það gekk ekki upp. „Kaupandinn átti að fá húsið mitt, sjóskíðin, bílinn, öll húsgögnin, fötin mín og jafnvel vinnuna mína. Það gekk þó ekki upp og í staðinn skipti ég eigunum upp og seldi hingað og þangað.“ Disney keypti söguna Ian hafði verið búsettur í Perth í Ástralíu í sjö ár þegar hann ákvað að leggja af stað í þessa langferð og ákvað að fyrsta markmiðið sem hann skyldi uppfylla væri að fara á snjóbretti í eyðimerkurborginni Dúbaí. Skíðabrekkan var í miðri verslunarmiðstöð og segir Ian að þetta hafi verið einstök upplifun. Hann segir fjárhaginn ágætan þrátt fyrir stanslaus ferðalög undanfarið eitt og hálft ár. „Ég fékk summu frá Disney sem tryggði sér kaupréttinn að sögu minni í átján mánuði. Það þýddi að ég get ekki selt sögu mína neinum öðrum þessa átján mánuði. Ég hef því ferðast um í boði Disney-samsteypunnar undanfarið ár en sá peningur er næstum uppurinn og nú þarf ég að fara að eyða eigin fé, sem er mun sársaukafyllra,“ segir Ian og hlær. Hann hefur kynnst fjölda fólks á ferðum sínum um heiminn og segir það hafa komið sér á óvart hvað fólk sé almennt hjálplegt. „Ég hef verið heppinn því uppboðið á eBay vakti nokkra athygli og margir höfðu samband við mig í kjölfarið og buðu fram aðstoð sína. Sumir vildu leyfa mér að gista hjá sér á meðan aðrir vildu sýna mér heimaborg sína. Ég er mjög þakklátur öllu þessu fólki og held að þeirra vegna hafi ég fengið aðra sýn á staðina sem ég hef heimsótt heldur en til dæmis hinn almenni ferðamaður. Ég hef líka eignast marga góða vini í leiðinni,“ segir Ian. Heldur jól með fjölskyldunni Ian hefur nú þegar uppfyllt sextíu og sjö markmið af þeim hundrað sem hann setti sér í upphafi ferðarinnar. Nái hann að upplifa norðurljósin og ísjakana hefur hann uppfyllt sextíu og níu markmið. Eftir Íslandsdvölina heldur hann heim til Bretlands þar sem hann mun eyða jólunum með fjölskyldu sinni. Í byrjun næsta árs heldur hann svo til Suður-Ameríku þar sem hann ætlar meðal annars að upplifa kjötkveðjuhátíðina í Ríó og ferðast um slóðir Inkanna. Ian lýkur ferðalagi sínu 4. júlí á næsta ári, en þá hefur hann farið tvisvar sinnum í kringum hnöttinn. Spurður hvort hann kvíði því að snúa heim tómhentur segist hann lítið hafa hugsað út í það. „Ég veit ekki hvar heima er lengur. Ég er ekki viss um að ég muni snúa aftur til Ástralíu þegar þessu lýkur. Ég hafði hugsað mér að reyna að skrifa bók um ferðalagið og hef verið í viðræðum við útgefanda í Bretlandi þannig að það getur hugsast að ég snúi aftur heim til Bretlands.“ - sm Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Bretinn Ian Usher tók upp á því í fyrra sumar að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið sem hann hafði sett sér á jafnmörgum vikum. Ian er nú staddur hér á landi þar sem hann hyggst sjá ísjaka á Jökulárslóni og hin margrómuðu norðurljós. Sara McMahon hitti þennan geðþekka Breta á Tíu dropum í miðborg Reykjavíkur. „Ég var nýskilinn við eiginkonu mína og langaði að breyta til. Ég ákvað að selja líf mitt og leggja af stað í tveggja ára ferðalag þar sem ég myndi reyna að uppfylla gamla drauma og önnur markmið sem ég hafði sett mér,“ útskýrir Ian. Hann segist upphaflega hafa ætlað að selja líf sitt í einum heildarpakka en það gekk ekki upp. „Kaupandinn átti að fá húsið mitt, sjóskíðin, bílinn, öll húsgögnin, fötin mín og jafnvel vinnuna mína. Það gekk þó ekki upp og í staðinn skipti ég eigunum upp og seldi hingað og þangað.“ Disney keypti söguna Ian hafði verið búsettur í Perth í Ástralíu í sjö ár þegar hann ákvað að leggja af stað í þessa langferð og ákvað að fyrsta markmiðið sem hann skyldi uppfylla væri að fara á snjóbretti í eyðimerkurborginni Dúbaí. Skíðabrekkan var í miðri verslunarmiðstöð og segir Ian að þetta hafi verið einstök upplifun. Hann segir fjárhaginn ágætan þrátt fyrir stanslaus ferðalög undanfarið eitt og hálft ár. „Ég fékk summu frá Disney sem tryggði sér kaupréttinn að sögu minni í átján mánuði. Það þýddi að ég get ekki selt sögu mína neinum öðrum þessa átján mánuði. Ég hef því ferðast um í boði Disney-samsteypunnar undanfarið ár en sá peningur er næstum uppurinn og nú þarf ég að fara að eyða eigin fé, sem er mun sársaukafyllra,“ segir Ian og hlær. Hann hefur kynnst fjölda fólks á ferðum sínum um heiminn og segir það hafa komið sér á óvart hvað fólk sé almennt hjálplegt. „Ég hef verið heppinn því uppboðið á eBay vakti nokkra athygli og margir höfðu samband við mig í kjölfarið og buðu fram aðstoð sína. Sumir vildu leyfa mér að gista hjá sér á meðan aðrir vildu sýna mér heimaborg sína. Ég er mjög þakklátur öllu þessu fólki og held að þeirra vegna hafi ég fengið aðra sýn á staðina sem ég hef heimsótt heldur en til dæmis hinn almenni ferðamaður. Ég hef líka eignast marga góða vini í leiðinni,“ segir Ian. Heldur jól með fjölskyldunni Ian hefur nú þegar uppfyllt sextíu og sjö markmið af þeim hundrað sem hann setti sér í upphafi ferðarinnar. Nái hann að upplifa norðurljósin og ísjakana hefur hann uppfyllt sextíu og níu markmið. Eftir Íslandsdvölina heldur hann heim til Bretlands þar sem hann mun eyða jólunum með fjölskyldu sinni. Í byrjun næsta árs heldur hann svo til Suður-Ameríku þar sem hann ætlar meðal annars að upplifa kjötkveðjuhátíðina í Ríó og ferðast um slóðir Inkanna. Ian lýkur ferðalagi sínu 4. júlí á næsta ári, en þá hefur hann farið tvisvar sinnum í kringum hnöttinn. Spurður hvort hann kvíði því að snúa heim tómhentur segist hann lítið hafa hugsað út í það. „Ég veit ekki hvar heima er lengur. Ég er ekki viss um að ég muni snúa aftur til Ástralíu þegar þessu lýkur. Ég hafði hugsað mér að reyna að skrifa bók um ferðalagið og hef verið í viðræðum við útgefanda í Bretlandi þannig að það getur hugsast að ég snúi aftur heim til Bretlands.“ - sm
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira