Erlent

Allt þakið snjó í Danmörku í gær

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var ófærð í Danmörku í gær. Mynd/ AFP.
Það var ófærð í Danmörku í gær. Mynd/ AFP.
Allt var þakið snjó um mestan hluta Danmerkur í gær. Danska ríkisútvarpið segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á umferðina þar.

Björgunarsveitarmenn á vegum Falck fengu meira en 5500 hjálparbeiðnir í gær og var það annasamasti dagur ársins. Talsmaður Falck segir hins vegar að enginn slys hafi orðið í umferðinni. Talsmaðurinn segir í samtali við danska ríkisútvarpið að ökumenn virðist almennt sýna mikla varkárni þegar færðin sé svo slæm. Það hafi komið í veg fyrir að fólk slasaðist.

Nú er hætt að snjóa og ástandið komið í eðlilegt horf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×