Worm is Green tilnefndtil bandarískra verðlauna 18. desember 2009 06:00 worm is green Hljómsveitin Worm is Green hefur verið tilnefnd til Independent Music Awards fyrir plötuna Glow. Hljómsveitin Worm is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til hinna virtu bandarísku tónlistarverðlauna Independent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta hjálpar aðeins við að kynna plötuna,“ segir Bjarni Hannesson úr Worm is Green. Platan er tilnefnd í flokki bestu dans/raf-hljómplatna og verður tilkynnt um sigurvegarann í janúar. Fjórir aðrir flytjendur eru tilnefndir í flokki Worm is Green, þar á meðal Alaska in Winter sem hefur spilað á Airwaves-hátíðinni og Boys Noize, sem hefur endurhljóðblandað lög fyrir Snoop Dogg og Röyksopp. Á meðal tilnefndra sveita í öðrum flokkum eru …and You Will Know Us By The Trail of Death og Ra Ra Riot. Bjarni óttast ekkert samkeppnina í sínum flokki. „Við vorum tilnefndir og eigum því alveg séns. Maður verður að vera bjartsýnn en þetta er fyrst og fremst rosalega mikill heiður að fá tilnefningu.“ Fjölmargir þekktir aðilar úr tónlistarbransanum eru í dómnefnd á Independent Music Awards og þar ber helstan að nefna Tom Waits. Önnur stór nöfn eru Brian „Head“ Welch úr rokksveitinni Korn, Hanson-bræður, Suzanne Vega, Markus Hopus úr Blink 182 og Ken Jordan úr The Chrystal Method. Aðdáendur geta einnig haft sín áhrif því þeir geta gefið hljómsveitum einkunn á Netinu. Sú sem fær hæsta meðaleinkunn fær sérstaka viðurkenningu. Sigurvegarinn fær kynningu á sinni tónlist í heilt ár á vegum IMA sem ætti að hjálpa tónlistarmönnum að komast að með efni sitt í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi, auk þess sem auðveldara verður að bóka tónleikaferðir. Íslendingar geta stutt við bakið á Worm is Green á síðunni Independentmusicawards.com. Plötuna Glow er hægt að nálgast í stafrænu formi á heimasíðunni Wormisgreen.com. Sveitin er einnig að gefa út röð af stuttskífum sem innihalda endurhljóðblandanir af öllum lögum plötunnar ásamt b-hliðar-lögum. Stuttskífurnar verða níu talsins, ein fyrir hvert lag, og kemur ein út í hverjum mánuði. Stuttskífan The Politician EP er þegar komin út og sú næsta, Hopeful EP, er væntanleg á næstu dögum. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Hljómsveitin Worm is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til hinna virtu bandarísku tónlistarverðlauna Independent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta hjálpar aðeins við að kynna plötuna,“ segir Bjarni Hannesson úr Worm is Green. Platan er tilnefnd í flokki bestu dans/raf-hljómplatna og verður tilkynnt um sigurvegarann í janúar. Fjórir aðrir flytjendur eru tilnefndir í flokki Worm is Green, þar á meðal Alaska in Winter sem hefur spilað á Airwaves-hátíðinni og Boys Noize, sem hefur endurhljóðblandað lög fyrir Snoop Dogg og Röyksopp. Á meðal tilnefndra sveita í öðrum flokkum eru …and You Will Know Us By The Trail of Death og Ra Ra Riot. Bjarni óttast ekkert samkeppnina í sínum flokki. „Við vorum tilnefndir og eigum því alveg séns. Maður verður að vera bjartsýnn en þetta er fyrst og fremst rosalega mikill heiður að fá tilnefningu.“ Fjölmargir þekktir aðilar úr tónlistarbransanum eru í dómnefnd á Independent Music Awards og þar ber helstan að nefna Tom Waits. Önnur stór nöfn eru Brian „Head“ Welch úr rokksveitinni Korn, Hanson-bræður, Suzanne Vega, Markus Hopus úr Blink 182 og Ken Jordan úr The Chrystal Method. Aðdáendur geta einnig haft sín áhrif því þeir geta gefið hljómsveitum einkunn á Netinu. Sú sem fær hæsta meðaleinkunn fær sérstaka viðurkenningu. Sigurvegarinn fær kynningu á sinni tónlist í heilt ár á vegum IMA sem ætti að hjálpa tónlistarmönnum að komast að með efni sitt í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi, auk þess sem auðveldara verður að bóka tónleikaferðir. Íslendingar geta stutt við bakið á Worm is Green á síðunni Independentmusicawards.com. Plötuna Glow er hægt að nálgast í stafrænu formi á heimasíðunni Wormisgreen.com. Sveitin er einnig að gefa út röð af stuttskífum sem innihalda endurhljóðblandanir af öllum lögum plötunnar ásamt b-hliðar-lögum. Stuttskífurnar verða níu talsins, ein fyrir hvert lag, og kemur ein út í hverjum mánuði. Stuttskífan The Politician EP er þegar komin út og sú næsta, Hopeful EP, er væntanleg á næstu dögum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira