Indí í Háteigskirkju 18. desember 2009 02:45 tólfmanna Útidúr Illskilgreinanleg gleðitónlist. Í Háteigskirkju í kvöld ætla ungir og framsæknir listamenn að koma saman og flytja frumsamið efni. Þetta eru hljómsveitirnar Útidúr og Stórsveit Mukkaló, söngvaskáldið Júníus Meyvant og ljóðskáldið Ingunn Huld. Útidúr hefur verið að hrista upp í reykvísku grasrótarsenunni undanfarið með illskilgreinanlegri gleðitónlist og líflegri sviðframkomu. Í tónlist sveitarinnar mætast bossanova, sígaunabragur, jaðarrokk og diskó eins og ekkert sé sjálfsagðara. Bandið skipa venjulega tólf manns en í kvöld munu þau bæta við sig ýmsum hljóðfæraleikurum sem munu vafalaust magna hinn sérstaka seið sveitarinnar til muna. Stórsveit Mukkaló er ný sjö manna sveit úr Reykjavík sem spilar lágstemmt þjóðlagaskotið jaðarpopp í anda tónlistarmanna á borð við Bright Eyes, Noah and the Whale og Sufjan Stevens. Mukkaló málar sína björtu hljóðmynd með kassagíturum, trommum, fiðlum, harmonikku og sílófón. Textarnir eru ýmist á ensku eða íslensku, en eiga það sameiginlegt að fjalla á einlægan hátt um ástina, lífið og æðri máttarvöld. Júníus Meyvant er ungt söngvaskáld úr Vestmanneyjum. Hann hefur áður spilað með rokksveitinni Jack London, sem hefur ferðast víða um veröldina. Í kvöld verður Júníus hins vegar á rólegri nótum en áður, með kassagítarinn að vopni. Tónlistina mætti kalla blúsað kassagítarpopp, en með ýmsum bragðbætiefnum þó. Háteigskirkja opnar fyrir gesti klukkan 19.30, en tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar og standa í tvo tíma. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir aldurshópar eru velkomnir. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Í Háteigskirkju í kvöld ætla ungir og framsæknir listamenn að koma saman og flytja frumsamið efni. Þetta eru hljómsveitirnar Útidúr og Stórsveit Mukkaló, söngvaskáldið Júníus Meyvant og ljóðskáldið Ingunn Huld. Útidúr hefur verið að hrista upp í reykvísku grasrótarsenunni undanfarið með illskilgreinanlegri gleðitónlist og líflegri sviðframkomu. Í tónlist sveitarinnar mætast bossanova, sígaunabragur, jaðarrokk og diskó eins og ekkert sé sjálfsagðara. Bandið skipa venjulega tólf manns en í kvöld munu þau bæta við sig ýmsum hljóðfæraleikurum sem munu vafalaust magna hinn sérstaka seið sveitarinnar til muna. Stórsveit Mukkaló er ný sjö manna sveit úr Reykjavík sem spilar lágstemmt þjóðlagaskotið jaðarpopp í anda tónlistarmanna á borð við Bright Eyes, Noah and the Whale og Sufjan Stevens. Mukkaló málar sína björtu hljóðmynd með kassagíturum, trommum, fiðlum, harmonikku og sílófón. Textarnir eru ýmist á ensku eða íslensku, en eiga það sameiginlegt að fjalla á einlægan hátt um ástina, lífið og æðri máttarvöld. Júníus Meyvant er ungt söngvaskáld úr Vestmanneyjum. Hann hefur áður spilað með rokksveitinni Jack London, sem hefur ferðast víða um veröldina. Í kvöld verður Júníus hins vegar á rólegri nótum en áður, með kassagítarinn að vopni. Tónlistina mætti kalla blúsað kassagítarpopp, en með ýmsum bragðbætiefnum þó. Háteigskirkja opnar fyrir gesti klukkan 19.30, en tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar og standa í tvo tíma. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir aldurshópar eru velkomnir.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira