Handbolti

Karabatic og Kavticnik farnir frá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vid Kavticnik og Nikola Karabatic.
Vid Kavticnik og Nikola Karabatic. Nordic Photos / Getty Images

Þýskalandsmeistarar Kiel hafa ákveðið að selja þá Nikola Karabatic og Vid Kavticnik til Montpellier í Frakklandi. Í staðinn fær félagið þá Momir Ilic frá Gummersbach og Christian Sprenger frá Magdeburg.

Karabatic var aldrei sáttur við að félagið rak þjálfann Noka Serdarusic í fyrra og var lengi vel orðaður við Rhein-Neckar Löwen í vetur. En ljóst var að Kiel hefði aldrei tekið það í mál að selja einn sinn sterkasta leikmann til Löwen og varla annarra félaga í Þýskalandi.

„Það hefði verið gott að halda þessum góða leikmannahópi áfram saman en það þjónar engum tilgangi lengur," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, á heimasíðu félagsins. „Við reyndum að gera allt til að halda þeim."

Kaupverðið er sagt nema um 1,5 milljónum evra fyrir þá báða.

Alfreð þekkir vel til Momir Ilic enda störfuðu þeir saman í tvö ár þegar Alfreð var þjálfari Gummersbach. Alfreð var einnig þjálfari Magdeburgar áður en hann fór til Gummersbach og Christian Sprenger lék sína fyrstu leiki í úrvalsdeildinni þegar að Alfreð var þjálfari í Magdeburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×