Innlent

Kona á sextugsaldri skar sambýlismann með hníf

Konan beitti hníf á sambýlismanninn.
Konan beitti hníf á sambýlismanninn.

Ríkissaksóknari hefur ákært konu fyrir stórfellda líkamsárás. Konan, sem er á sextugsaldri, særði sambýlismann inn að beini með hnífi.

Atvikið átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Konan veittist að manninum með hnífi. Við atlögurnar hlaut hann rispu og skurði. Á framanverðum hálsinum hlaut hann tíu sentímetra langa rispu. Á litla fingur hægri vinstri handar fékk hann sex sentímetra skurð. Annan álíka stóran skurð fékk svo maðurinn á baugfingur. Báðir náðu þessir skurðir inn að beini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×