Vilhjálmur fær gögn um lán 9. desember 2009 04:30 Héraðsdómur Reykjavíkur Bankaleynd á ekki við í tilvikum þar sem félög hafa orðið gjaldþrota. Með gjaldþrotinu er horfinn lögaðilinn sem bankaleyndinni var ætlað að vernda. Fréttablaðið/GVA Skilanefnd Glitnis á að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. Vilhjálmur kveðst ætla að skoða gögnin með mögulega skaðabótaábyrgð stjórnenda í huga. Hann útilokar því ekki að höfða mál að nýju, gefi gögnin tilefni til þess. Vilhjálmur stefndi bæði skilanefnd Glitnis og þrotabúi Fons. Anna M. Karlsdóttir kvað upp úrskurð í málinu um miðjan dag í gær. „Bankaleynd nær ekki út yfir gröf og dauða," segir Guðni Ásþór Haraldsson, lögmaður Vilhjálms. Í úrskurði Héraðsdóms segir að bankaleynd sé fyrst og fremst ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis, en ekki hagsmuni fjármálafyrirtækisins. „Ljóst er að sá viðskiptavinur sem hér um ræðir er gjaldþrota og erfitt að sjá hvaða hagsmuni hann hefur af því að þeim upplýsingum sem hér er beðið um, sé haldið leyndum. Þá er að líta til þeirrar yfirlýsingar þrotabúsins að það taki enga afstöðu varðandi það hvort varnaraðilinn Glitnir banki hf. veiti sóknaraðila aðgang að gögnunum," segir þar. Vilhjálmur segir dóminn vissulega marka ákveðin tímamót hvað varði túlkun á ákvæðum um bankaleynd. „Þegar viðskiptavinurinn hverfur er bankaleynd aflétt og þegar þetta er komið yfir í þrotabú þá eru gögnin nánast orðin opinber," segir hann og býr sig undir að fara yfir þau gögn sem skilanefndinni hefur verið gert að afhenda. „Ég vonast til að sjá hvernig það má vera að fyrirtæki fær 24 milljarða að láni án nokkurra trygginga og þá get ég kannski séð ákveðið mynstur, en það sem ég horfi í er hugsanleg skaðabótaábyrgð stjórnenda bankans vegna vanrækslu." - óká Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skilanefnd Glitnis á að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. Vilhjálmur kveðst ætla að skoða gögnin með mögulega skaðabótaábyrgð stjórnenda í huga. Hann útilokar því ekki að höfða mál að nýju, gefi gögnin tilefni til þess. Vilhjálmur stefndi bæði skilanefnd Glitnis og þrotabúi Fons. Anna M. Karlsdóttir kvað upp úrskurð í málinu um miðjan dag í gær. „Bankaleynd nær ekki út yfir gröf og dauða," segir Guðni Ásþór Haraldsson, lögmaður Vilhjálms. Í úrskurði Héraðsdóms segir að bankaleynd sé fyrst og fremst ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis, en ekki hagsmuni fjármálafyrirtækisins. „Ljóst er að sá viðskiptavinur sem hér um ræðir er gjaldþrota og erfitt að sjá hvaða hagsmuni hann hefur af því að þeim upplýsingum sem hér er beðið um, sé haldið leyndum. Þá er að líta til þeirrar yfirlýsingar þrotabúsins að það taki enga afstöðu varðandi það hvort varnaraðilinn Glitnir banki hf. veiti sóknaraðila aðgang að gögnunum," segir þar. Vilhjálmur segir dóminn vissulega marka ákveðin tímamót hvað varði túlkun á ákvæðum um bankaleynd. „Þegar viðskiptavinurinn hverfur er bankaleynd aflétt og þegar þetta er komið yfir í þrotabú þá eru gögnin nánast orðin opinber," segir hann og býr sig undir að fara yfir þau gögn sem skilanefndinni hefur verið gert að afhenda. „Ég vonast til að sjá hvernig það má vera að fyrirtæki fær 24 milljarða að láni án nokkurra trygginga og þá get ég kannski séð ákveðið mynstur, en það sem ég horfi í er hugsanleg skaðabótaábyrgð stjórnenda bankans vegna vanrækslu." - óká
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira