Innlent

Færeyjar og Ísland

Litla Hraun
Litla Hraun

Nokkur umfjöllun hefur átt sér stað um þungan dóm sem íslenskur maður hlaut í Færeyjum en hann hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir litlar sakir. Um leið og Íslendingar velta fyrir sér óréttlæti í réttarkerfi Færeyja ættu þær að nýta tækifærið og líta sér nær.

Þetta segir í frétt á vef Afstöðu félags fanga á Litla Hrauni. Þar segir að tilvik sem séu að flestu leyti sambærilegt við þetta hafi farið í gegnum íslensk réttarkefi þrátt fyrir að það hafi verið sveipað þögn.

„Hér er vísað til Hæstaréttarsómds nr. 72/2007 þar sem maður var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnasmygli þrátt fyrir litlar sakir. Í því máli var maðurinn blekktur til að skrifa upp á innflutning á bíl sem notaður var til smyglsins. Það kom meira að segja fram í málinu að lögreglan taldi mannin engan höfuðpaur í málinu heldur smápeð sem er oft notaði í slíkum málum," segir í fréttinni.

Þar segir síðan í skýrslutöku fyrir dómi hafi lögreglumaður svarað spurningu um aðild mannsins með eftirfarandi hætti:

„Það er svona okkar tilfinning að H er enginn höfuðpaur í þessu máli, hann er svona smápeð sem er notað oft í svona málum og við lítum ekki á hann sem neinn höfuðpaur í þessu máli."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×