Frumkvöðullinn Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 27. febrúar 2009 06:00 Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Hann vissi af sambærilegri þjónustu erlendis. Í Úkraínu var til dæmis hægt að panta sér ferðir til draugaborgarinnar Chernobyl svo hann var ekki í nokkrum vafa um að fólk myndi flykkjast til Íslands til þess að skoða íslensku draugahverfin þar sem glænýir steinkumbaldar standa mannlausir í hrönnum. Minnisvarðar um mesta góðæri Íslandssögunnar, afspyrnu ljótan byggingarstíl og skammsýni fámennrar þjóðar sem gleymdi að reikna hversu marga steinsteypta fermetra þarf undir 300 þúsund hræður. Þetta voru dagsferðir sem hann bauð uppá og þær seldust vel. Yfirleitt sótti hann ferðalangana á Keflavíkurflugvöll og brunaði með þá beint í úthverfi borgarinnar sem tóku þögul og mannlaus á móti þeim. Eftir notalega nestispásu í ónotaðri Bauhaus-skemmunni við Vesturlandsveg var brunað upp í Kópavog og þaðan í Garðabæ þar sem ferðalangarnir tóku myndir af sér brosandi fyrir framan óseljanlegar blokkir og kyrrstæða byggingarkrana. Á leiðinni niður í miðbæ var hann vanur að staldra aðeins við í Borgartúninu þar sem hann rukkaði fólkið um nokkrar evrur fyrir að fá að hlusta á tónverkið sem verður til þegar vindurinn blæs í gegnum hálfbyggðan turninn við Höfðatorg. Þaðan var haldið í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins en þar hélt hann stuttan fyrirlestur og sýndi ljósmyndir af ókláruðum nýbyggingum utan höfuðborgarsvæðisins. Svo svaraði hann fyrirspurnum. „Ef þið áttuð svona mikla peninga af hverju byggðuð þið þá svona ljót hús?" var algengasta spurningin og hann kom sér iðulega undan því að svara henni með því að smala liðinu upp í rútuna á ný og rifja upp ferðaáætlunina. Vallahverfið í Hafnarfirði var næsti áfangastaður og síðan var það rúsínan í pylsuendanum. „Við ætlum að taka smá krók á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll og kíkja í kaffi til konu í Grindavík sem býr alein í nýbyggðri sjö hæða blokk," tilkynnti hann og það brást ekki að allir tóku andköf. Sigling um Jökulsárlón eða ganga á Hvannadalshnjúk í miðnætursól næðu aldrei að toppa þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Hann vissi af sambærilegri þjónustu erlendis. Í Úkraínu var til dæmis hægt að panta sér ferðir til draugaborgarinnar Chernobyl svo hann var ekki í nokkrum vafa um að fólk myndi flykkjast til Íslands til þess að skoða íslensku draugahverfin þar sem glænýir steinkumbaldar standa mannlausir í hrönnum. Minnisvarðar um mesta góðæri Íslandssögunnar, afspyrnu ljótan byggingarstíl og skammsýni fámennrar þjóðar sem gleymdi að reikna hversu marga steinsteypta fermetra þarf undir 300 þúsund hræður. Þetta voru dagsferðir sem hann bauð uppá og þær seldust vel. Yfirleitt sótti hann ferðalangana á Keflavíkurflugvöll og brunaði með þá beint í úthverfi borgarinnar sem tóku þögul og mannlaus á móti þeim. Eftir notalega nestispásu í ónotaðri Bauhaus-skemmunni við Vesturlandsveg var brunað upp í Kópavog og þaðan í Garðabæ þar sem ferðalangarnir tóku myndir af sér brosandi fyrir framan óseljanlegar blokkir og kyrrstæða byggingarkrana. Á leiðinni niður í miðbæ var hann vanur að staldra aðeins við í Borgartúninu þar sem hann rukkaði fólkið um nokkrar evrur fyrir að fá að hlusta á tónverkið sem verður til þegar vindurinn blæs í gegnum hálfbyggðan turninn við Höfðatorg. Þaðan var haldið í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins en þar hélt hann stuttan fyrirlestur og sýndi ljósmyndir af ókláruðum nýbyggingum utan höfuðborgarsvæðisins. Svo svaraði hann fyrirspurnum. „Ef þið áttuð svona mikla peninga af hverju byggðuð þið þá svona ljót hús?" var algengasta spurningin og hann kom sér iðulega undan því að svara henni með því að smala liðinu upp í rútuna á ný og rifja upp ferðaáætlunina. Vallahverfið í Hafnarfirði var næsti áfangastaður og síðan var það rúsínan í pylsuendanum. „Við ætlum að taka smá krók á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll og kíkja í kaffi til konu í Grindavík sem býr alein í nýbyggðri sjö hæða blokk," tilkynnti hann og það brást ekki að allir tóku andköf. Sigling um Jökulsárlón eða ganga á Hvannadalshnjúk í miðnætursól næðu aldrei að toppa þetta.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar