Innlent

Hafa áhyggjur af yfirlýsingum heilbrigðisráðherra

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.

Sóknarnefnd og sóknarprestur Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði segjast undrast og hafa áhyggjur vegna tilkynningar heilbrigðisráðherra um fyrirhugaða lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í kvöld.

„Það vekur undrun sóknarnefndar og sóknarprests að þegar spara á í heilbrigðisgeiranum skuli menn velja að leggja niður stofnun sem rekin hefur verið með miklum blóma í áratugi. Saga St. Jósefsspítala er samofin sögu Hafnarfjarðar og er óhætt að fullyrða að hann skipar mikilvægan sess í hugum og sjálsvitund Hafnfirðinga," segir í yfirlýsingunni.

Þá er bent á að St. Jósefspítali sé stór vinnustaður í Hafnarfirði og það veki undrun að á tímum vaxandi atvinnuleysis í einkageiranum skuli heilbrigðisráðherra auka enn á þá erfiðleika sem framundan séu fyrir Hafnfirðinga. Sóknarnefnd og sóknarprestur Ástjarnarkirkju skora því á ráðherra að endurskoða fyrri ákvörðun og tryggja að ekki komi til niðurskurðar á þeirri þjónustu sem landsmönnum öllum hefur staðið til boða á St. Jósefsspítala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×