Lífið

Íslensk hvalamorð á leið til Bretlands

Júlíus kemp Reykjavík Whale Watching Massacre verður dreift um Bretlandseyjar á næstunni.
Júlíus kemp Reykjavík Whale Watching Massacre verður dreift um Bretlandseyjar á næstunni.

Hið óháða breska kvikmyndafélag E1 hefur tryggt sér dreifingarréttinn í Bretlandi á hryllingsmynd Júlíusar Kemp, Reykjavík Whale Watching Massacre.

E1 ætlar einnig að dreifa myndinni víðar um heiminn og standa vonir til að samningar um það náist á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

„RWWW er ekta splatter-mynd," sagði Mike Downey hjá Film and Music Entertainment, sem samdi við E1.

„Myndin er trú sínum kvikmyndageira og húmorinn gerist ekki svartari. Sem síð-kapítalísk saga passar myndin vel við nútímann. Menn breytast í skrímsli á sama tíma og góðmennska er veikleiki sem leiðir til ósigurs."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.