Enski boltinn

Newcastle marði jafntefli gegn Stoke

AFP

Varamaðurinn Andy Carroll tryggði Newcastle United dýrmætt stig í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins undir lokin í 1-1 jafntefli gegn Stoke City.

Fyrrum Newcastle-maðurinn Abdoulaye Faye hafði komið Stoke yfir í fyrri hálfleiknum þegar hann skallaði hornspyrnu Liami Lawrence í netið, en Carroll kom inn sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir og jafnaði með öðrum skalla.

Leikurinn var frekar fast leikinn en Newcastle var á löngum köflum í vandræðum með að hemja ákafa heimamenn, sem ef til vill hefðu átt að vera búnir að klára leikinn þegar þeir fengu á sig jöfnunarmarkið.

Newcastle er enn í bullandi fallbaráttu eins og sjá má á stöðutöflunni í ensku úrvalsdeildinni, en Stoke siglir lygnan sjó í 13. sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×