Innlent

Ákærður fyrir að stela 120 milljónum - gerir launakröfu upp á 148 milljónir

Landsbankinn.
Landsbankinn.

 

Fyrrum framkvæmdarstjóri Landsbankans, Haukur Þór Haraldsson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann á að hafa dregið að sér hátt í 120 milljónir króna þegar hann starfaði sem framkvæmdarstjóri rekstrasviðs.

Athygli vekur að Haukur hefur engu að síður gert launakröfu í þrotabú Landsbankans. Hún er tæplega þrjátíu milljónum hærri en hann er sakaður um að hafa stolið frá bankanum, eða 148 milljónir króna. Ekki er búið að taka afstöðu til kröfunnar en litið er á hana, sem og aðrar kröfur sem lúta að launum, sem forgangskröfu.

Haukur var fyrst kærður til lögreglunnar en meintur fjárdráttur hans tengist bankahruninu. Málið komst upp þegar skilanefnd Landsbankans fékk endurskoðunarfyrirtæki til að keyra saman háar fjárhæðir og kennitölur starfsmanna bankans.

Maðurinn var stjórnarformaður og prókúruhafi í aflandsfélaginu NBI Holding Ltd sem átti reikninginn. Peningarnir höfðu legið óhreyfðir í nokkur ár.

Félagið er í eigu sjóðs á Guernsey sem er skattaskjól. Sjóðurinn er sjálfstæður en var á vegum Landsbankans.

Málið verður tekið fyrir þann 16. desember en það er ríkislögreglustjóri sem sækir málið samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×