Erlent

Bjóða nemendum fé fyrir að taka ársfrí

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
London School of Medicine and Dentistry.
London School of Medicine and Dentistry.

Breskur læknaháskóli býður nýjum nemendum sínum nú 3.000 pund, jafnvirði rúmra 600.000 króna, fyrir að taka sér eins árs frí áður en þeir hefja nám við skólann. Þetta er gert vegna gríðarlegrar aðsóknar en skólanum bárust 1.600 umsóknir um 277 námsstöður. Mun fleiri nemendur en áður stóðust inntökupróf og hyggst skólinn reyna að taka inn 40 fleiri nemendur en áætlað var vegna þessa. Til að missa ekki nemendur frá sér hafa stjórnendur freistað þess að fá einhverja nemendur til að bíða í eitt ár með að hefja nám og snúa til baka næsta haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×