Innlent

Hnífamanni sleppt

Hnífamanni sleppt á Ísafirði.
Hnífamanni sleppt á Ísafirði.

Búið er að sleppa manni sem reyndi að skera annan mann á háls í samkvæmi á Ísafirði síðustu helgi. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags en þá réðist maðurinn að öðrum í samkvæmi. Hann var vopnaður hnífi og reyndi að skera hann á háls en gestir í samkvæminu stöðvuðu manninn.

Maðurinn var handtekinn í kjölfarið af lögreglunni og yfirheyrður. Þá voru vitni einnig yfirheyrð. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Í fréttablaðinu Bæjarins besta sem er gefið út á Ísafirði kemur fram að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Þá segir í tilkynningu frá lögreglu að hún líti málið alvarlegum augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×