Innlent

Apótekarar koma Fjölskylduhjálp til aðstoðar

Allt of mikið að gera. Það eru margir þurfandi yfir jólin.
Allt of mikið að gera. Það eru margir þurfandi yfir jólin.

Lyf & heilsa, Apótekarinn og Skipholtsapótek styðja Fjölskylduhjálp Íslands fyrir jólin undir merkinu - Hundrað krónur til hjálpar.

Hundrað krónur af hverri seldri vöru frá Gamla apótekinu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar, en sala á vörum frá Gamla apótekinu hefur stóraukist á þessu ári.

Vísir sagði frá því í gær að allar matarkistur fjölskylduhjálpar væru tómar þar sem metaðsókn væri í aðstoð frá líknarfélaginu. Svo virðist sem margir hafi svarað kallinu enda brýn þörf á.

Söfnunin stendur yfir til 14. desember í öllum apótekum Lyfja & heilsu, Apótekarans og í Skipholtsapóteki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×