Erlent

Milljónir gátu ekki opnað Gmail

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi skjámynd blasti við fjölda notenda Gmail í gær.
Þessi skjámynd blasti við fjölda notenda Gmail í gær.

Margar milljónir notenda tölvupóstforritsins Gmail, sem er ókeypis þjónusta á vegum Google, urðu fyrir óþægindum í gærkvöldi þegar pósturinn var óaðgengilegur í tæpar tvær klukkustundir. Um 36 milljónir manna nota Gmail en bilunin náði þó ekki til allra notenda. Tæknistjóri Google setti tilkynningu á vefinn þegar bilunin kom upp og sagði að sér og sínu fólki þætti þetta mjög leitt og unnið væri að því að bjarga málunum. Það tókst svo nokkru síðar og fólk fékk aðgang að póstinum sínum á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×