Innlent

Hætt og hafnar biðlaununum

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir

„Samkvæmt samningi um launakjör bæjarstjóra er gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Undirrituð hefur hafnað þeim," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem um mánaðamótin lætur af starfi bæjarstjóra í Grindavík til að gerast sóknarprestur á Fáskrúðsfirði.

„Að lokum þakka ég bæjarfulltrúum, öllu starfsfólki og íbúum Grindavíkurbæjar samstarfið og kveð með blessunaróskum bæjarfélag sem á mikla framtíð fyrir sér og ótal sóknarfæri til sjós og lands" voru kveðjuorð Jónu Kristínar á fundi bæjarráðs sem á móti þakkaði henni samstarfið og óskaði velfarnaðar.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×