Erlent

Ekki fleiri túrista í geiminn

Næstir út í geim Bandarískur, rússneskur og japanskur geimfari í þjálfun rétt fyrir utan Moskvu.Nordicphotos/AFP
Næstir út í geim Bandarískur, rússneskur og japanskur geimfari í þjálfun rétt fyrir utan Moskvu.Nordicphotos/AFP

Ekki verður framar pláss fyrir fleiri auðuga ferðalanga með rússnesku Soyuz-geimflaugunum til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta segir fulltrúi rússnesku geimferðastofnunarinnar.

Skýringin er sú að fjölgað hefur verið í áhöfn geimstöðvarinnar úr þremur í sex.

Á næsta ári hætta Bandaríkjamenn að senda geimskutlur sínar til geimstöðvarinnar, þannig að eina leiðin til að komast út verður með rússnesku Soyuz-flaugunum.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×