Erlent

Madoff dæmdur í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Madoff, fyrir miðju, skömmu eftir að hann var handtekinn í vetur.
Madoff, fyrir miðju, skömmu eftir að hann var handtekinn í vetur.

Svikahrappurinn Bernard Madoff verður færður fyrir dómara í dag og honum kynnt hvaða refsingu hann muni hljóta. Madoff rak umfangsmikla fjársvikamillu og beitti svokölluðu Ponzi-svindli til að ná fé út úr viðskiptavinum sínum en það felst í því að greiða fjárfestum arð með fé sem aðrir fjárfestar höfðu lagt til fyrirtækis hans. Talið er að um sé að ræða stærsta fjársvikamál þeirrar tegundar sem nokkurn tímann hefur komist upp um í heiminum. Gert er ráð fyrir því að Madoff verði dæmdur til að eyða því sem hann á eftir ólifað innan múranna og gott betur þar sem hugsanlegt er að allt að 150 ára fangelsisdómur verði hlutskipti hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×