Blóðtaka en ekki reiðarslag 6. ágúst 2009 06:00 Búslóðin um borð Á 10. áratugnum fluttust 4.600 manns úr landi en atvinnuleysi mældist þá mest rúm fimm prósent á ársgrundvelli. Gert er ráð fyrir tvöfalt meira atvinnuleysi í vetur.Fréttablaðið/vilhelm „Þetta eru góðar ábendingar og stjórnvöld verða að hafa þær í huga,“ segir Guðmundur Jónsson, prófessor í hagsögu við Háskóla Íslands, um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar. Þar kemur fram að skuldabyrði landsmanna myndi þyngjast ef fólk flýr land í stórum stíl. „Fólksfækkun þýðir alla jafna að það dregur úr landsframleiðslu. Það gæti þó líka orðið framleiðsluaukning á hvern mann, til dæmis ef það fækkar í ofmönnuðum atvinnuvegum. Þannig gæti grisjun í vissum atvinnugreinum orðið til þess að landsframleiðsla héldist óbreytt, eða drægist lítið saman, þrátt fyrir fólksfækkun.“ Guðmundur Jónsson Guðmundur segir tvö tímabil í lýðveldissögunni hafa verið Íslendingum sérstaklega erfið vegna atvinnubrests, 1968 til 1970, þegar sex til sjö þúsund manns fluttu úr landi eftir hrun í síldveiðum og samdráttartímabilið 1989 til 1994, þegar á fimmta þúsund manns fluttu úr landi vegna atvinnuleysis. Frá hagfræðilegu sjónarmiði sé verst að missa fólk á besta vinnualdri, 20 til 50 ára, og menntað fólk úr lykilgreinum, sem erfitt getur verið að fá aftur til landsins. „Efnahagslífið finnur beinlínis fyrir því þegar þetta fólk fer úr landi,“ segir Guðmundur. Stefán ólafsson Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur ekki óvarlegt að áætla að allt að tíu þúsund manns eigi eftir að flytja úr landi vegna efnahagskreppunnar. Á 10. áratugnum hafi atvinnuleysi mest verið rúm 5 prósent á ársgrundvelli, um helmingur þess sem spáð er að það eigi eftir að verða nú. Frá 1993 til 1998 hafi 4.600 flust úr landi umfram þá sem fluttust til landsins – um 1,5 prósent af íbúafjöldanum á þeim tíma. „Miðað við atvinnuleysisspá má gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri flytjist burt nú,“ segir Stefán, „það er á bilinu níu til tíu þúsund manns. Aukin skuldabyrði gæti jafnvel ýtt undir enn frekari brottflutninga ef allt fer á versta veg, en vegna þrenginga í nágrannalöndum okkar myndi ég ekki telja að við séum að horfast í augu við mikið meira en tvöfalt meiri fólksflutninga nú en þá.“ Stefán segir þetta vissulega blóðtöku fyrir íslenskt samfélag en þó ekki reiðarslag. „Fjölskyldur myndu vitaskuld sjá á eftir ástvinum sínum en íslenskt samfélag myndi vel þola að missa um þrjú prósent af fólksfjöldanum. Ætli það megi ekki miða sársaukamörkin við um fimm prósent af íbúafjöldanum, þá færum við að finna nokkuð fyrir fólksflutningunum.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
„Þetta eru góðar ábendingar og stjórnvöld verða að hafa þær í huga,“ segir Guðmundur Jónsson, prófessor í hagsögu við Háskóla Íslands, um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar. Þar kemur fram að skuldabyrði landsmanna myndi þyngjast ef fólk flýr land í stórum stíl. „Fólksfækkun þýðir alla jafna að það dregur úr landsframleiðslu. Það gæti þó líka orðið framleiðsluaukning á hvern mann, til dæmis ef það fækkar í ofmönnuðum atvinnuvegum. Þannig gæti grisjun í vissum atvinnugreinum orðið til þess að landsframleiðsla héldist óbreytt, eða drægist lítið saman, þrátt fyrir fólksfækkun.“ Guðmundur Jónsson Guðmundur segir tvö tímabil í lýðveldissögunni hafa verið Íslendingum sérstaklega erfið vegna atvinnubrests, 1968 til 1970, þegar sex til sjö þúsund manns fluttu úr landi eftir hrun í síldveiðum og samdráttartímabilið 1989 til 1994, þegar á fimmta þúsund manns fluttu úr landi vegna atvinnuleysis. Frá hagfræðilegu sjónarmiði sé verst að missa fólk á besta vinnualdri, 20 til 50 ára, og menntað fólk úr lykilgreinum, sem erfitt getur verið að fá aftur til landsins. „Efnahagslífið finnur beinlínis fyrir því þegar þetta fólk fer úr landi,“ segir Guðmundur. Stefán ólafsson Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur ekki óvarlegt að áætla að allt að tíu þúsund manns eigi eftir að flytja úr landi vegna efnahagskreppunnar. Á 10. áratugnum hafi atvinnuleysi mest verið rúm 5 prósent á ársgrundvelli, um helmingur þess sem spáð er að það eigi eftir að verða nú. Frá 1993 til 1998 hafi 4.600 flust úr landi umfram þá sem fluttust til landsins – um 1,5 prósent af íbúafjöldanum á þeim tíma. „Miðað við atvinnuleysisspá má gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri flytjist burt nú,“ segir Stefán, „það er á bilinu níu til tíu þúsund manns. Aukin skuldabyrði gæti jafnvel ýtt undir enn frekari brottflutninga ef allt fer á versta veg, en vegna þrenginga í nágrannalöndum okkar myndi ég ekki telja að við séum að horfast í augu við mikið meira en tvöfalt meiri fólksflutninga nú en þá.“ Stefán segir þetta vissulega blóðtöku fyrir íslenskt samfélag en þó ekki reiðarslag. „Fjölskyldur myndu vitaskuld sjá á eftir ástvinum sínum en íslenskt samfélag myndi vel þola að missa um þrjú prósent af fólksfjöldanum. Ætli það megi ekki miða sársaukamörkin við um fimm prósent af íbúafjöldanum, þá færum við að finna nokkuð fyrir fólksflutningunum.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira