Erlent

Minntust kóngsins í Mexíkóborg

Jackson hefði orðið 51 árs í gær ef hann hefði lifað. Mynd/ AFP.
Jackson hefði orðið 51 árs í gær ef hann hefði lifað. Mynd/ AFP.
Þúsundir manna komu saman á byltingartorginu í Mexíkóborg í gær og dönsuðu undir laginu Thriller eftir Michael Jackson í tilefni þess að í gær hefði poppgoðið orðið fimmtíu og eins árs gamall.

Dansararnir voru allir klæddir með svipuðum hætti og Jackson var í sögufrægu myndbandi við lagið árið 1983. Tólf þúsund níu hundruð þrjátíu og sjö manns tóku þátt í dansinum og er það sagt vera heimsmet í hópdansi undir laginu Thriller.

Enn er mikil leynd yfir því hvar og hvenær Jackson verður jarðsettur, en lögregla í Los Angeles rannsakar nú andlát hans sem manndráp og eru læknar hans nú með stöðu grunaðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×