Innlent

Veitingahús fylltist af reyk

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tjón varð í ptisustað í Ögurhvarfi í Kópavogi í gærkvöldi, þegar hann fylltist af reyk. Búið var að loka og var staðruinn mannlaus, þegar vegfarandi sá reykinn og kallaði á slökkvilið. Reykkafarar voru sendir inn og kom þá í ljós að reykháfur við eldbökunarofn hafði stíflast svo reykinn lagði inn. Slökkviliðið reykræsti staðinn og að sögn framkvæmdastjóra staðarins þarf ekki að loka staðnum og verður hann opinn nú í hádeginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×