Innlent

Geta ekki valið sér eignir upp í Icesave

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Hollendingar og Bretar geta ekki valið að hvaða eigum þeir ganga standi íslenska ríkið ekki við skuldbindingar sínar segir sérfræðingur í þjóðarétti. Þá eru ákveðnar eigur sem útlendingar og erlend ríki mega ekki eiga samkvæmt reglum um eignarrétt útlendinga.

 

Lögfræðingar og stjórnarandstöðuþingmenn, hafa lýst yfir efasemdum um Icesavesamninginn og áhrif hans á íslenskan efnahag. Hræðsluáróður segja stjórnarliðar. Harðast hefur verið deilt um hvort að samningurinn feli það í sér að allar eigur íslenska ríkisins séu lagðar að veði geti Íslendingar ekki greitt af láninu. Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Þjóðréttarfræðingur, telur enga hættu á því.

 

Þórdís telur þó að gefið sé eftir með erlendar eigur íslenska ríkisins. Það sé þó ekki óhefðbundið í lánasamningum milli ríkja.

 

Þórdís segir að í samningunum komi fram að það fari eftir lögum þess ríkis þar sem eignirnar eru hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að ganga að eigum íslenska ríkisins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×