Innlent

Gefur kost sér í prófkjöri Sjálfststæðiflokksins í Reykjavík

Valdimar Agnar Valdimarsson.
Valdimar Agnar Valdimarsson.
Valdimar Agnar Valdimarsson hefur ákveðiða að bjóða sig fram í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 13. og 14. mars næstkomandi.

Valdimar er 34 ára gamall Reykvíkingur. Hann hefur lokið MA prófi í alþjóðaviðskiptum og stjórnun frá Bournemouth University í Englandi. Einnig hefur hann BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum.

,,Íslenska þjóðin stendur á tímamótum um þessar mundir. Taka þarf veigamiklar ákvarðanir næstu misserin um hvernig endurreisninni verður háttað. Tryggja þarf stöðu heimilanna í landinu og starfsumhverfi fyrirtækja. Í þessu samhengi eru efnahags og gjaldeyrismál efst á baugi. Í framhaldinu tekur meðal annars við hvort leiðin liggi í Evrópusambandið.

Sjálfur tel ég okkur best borgið utan sambandsins á eigin forsendum," segir Valdimar.

,,Við þurfum að horfa inn á við og nýta þann mikla kraft sem í þjóðinni býr. Með eljusemi og þrótti munum við rísa upp aftur "stétt með stétt". Það gerum við með öðrum þjóðum á grundvelli sjálfstæðis okkar og frelsis í viðskiptum. Að þessu er ég tilbúinn að vinna."

Valdimar sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 2005 til 2007. Hann var formaður Gjafa, FUS í Grundarfirði, 2003 til 2004. Þá var hann gjaldkeri félags stjórnmálafræðinga 2004 til 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×