Innlent

Getur ekki vikið stúlkunum úr skóla

Einar Birgir Steinþórsson
Einar Birgir Steinþórsson
Stúlkurnar sem stóðu fyrir árásinni í Heiðmörk eru allar nemendur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Skólameistari Flensborgar segir málið hins vegar ekki í lögsögu skólans. Hann gæti ekki vikið stúlkunum úr skóla jafnvel þótt hann vildi. „Atvikið varð ekki í skólanum og það var ekki milli nemenda skólans,“ segir skólameistarinn Einar Birgir Steindórsson. Það sé því ekki á forræði skólans. Einar segist hafa leitað eftir lögfræðiáliti vegna málsins og í ljós hafi komið að hann geti í raun ekkert aðhafst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×