Innlent

Brenndist illa á hendi vegna flugelda

Nemandi við Njarðvíkurskóla brenndist illa á hendi í gær þegar hann fékk í sig skotelda í frímínútum í skólanum í gær. Víkurfréttir greina frá þessu og segja forráðamenn Njarðvíkurskóla hafa sent foreldrum og forráðamönnum nemenda tölvuskeyti þar sem fólk er beðið um að fylgjast með því að börn fari ekki í skólann með kveikjara, skotelda eða annað slíkt.

Fjöldi slysa hefur orðið undanfarna daga þar sem óvarlega er farið með skotelda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×