Lífið

Djúpa laugin hefst í febrúar

R<B>agnhildur Magnúsdóttir og </B>Þorbjörg Marínósdóttir ætla að senda Íslendinga á stefnumót í febrúar.
R<B>agnhildur Magnúsdóttir og </B>Þorbjörg Marínósdóttir ætla að senda Íslendinga á stefnumót í febrúar.
„Vonandi finnur einhver ástina,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, kvikmynda- og dagskrárgerðarmaður.

Stefnumótaþátturinn Djúpa laugin hefst á ný á Skjá einum í febrúar. Ragnhildur stýrir þættinum ásamt blaðamanninum Þorbjörgu Marinósdóttur, sem starfar hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Spurð hvort þátturinn verði með öðru sniði en áður segist Ragnhildur lítið geta sagt um það. „En ég get sagt að hann verður mjög skemmtilegur,“ segir hún. „Svona þáttur snýst fyrst og fremst um skemmtilega þátttakendur. Við munum reyna að koma með eitthvað nýtt og ferskt í sjónvarpsflóru landsmanna.“

En er til nógu mikið af skemmtilegu einhleypu fólki á Íslandi?

„Já, hiklaust. Ég held líka að stefnumóta­menningin á Íslandi hafi breyst og þróast mikið. Það gefur okkur visst tækifæri til að gera nýja og skemmtilega hluti.“

Djúpa laugin var á dagskrá Skjás eins nokkur ár í röð og á meðal þeirra sem hafa stýrt þættinum eru Dóra Takefusa, Maríkó Margrét og Kolbrún Björnsdóttir á Bylgjunni. „Ég man eftir þáttunum,“ segir Ragnhildur. „Ég ólst líka upp í Ameríku og þekki svona þætti úr bandarísku sjónvarpi. Það voru margir hrikalega skemmtilegir enda alltaf gaman að fjalla um ástina.“

- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.