Akureyringar með bakið upp við vegg Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:59 Andri Snær í leik gegn FH. Mynd/Akureyri Handboltafélag Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor. Olís-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira
Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor.
Olís-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira