Lífið

Hudson langþreytt á ljósmyndurum

búin að fá nóg Kate Hudson hefur fengið nóg af paparözzum og segist helst vilja taka í lurginn á þeim.
búin að fá nóg Kate Hudson hefur fengið nóg af paparözzum og segist helst vilja taka í lurginn á þeim. nordicphotos/Getty

Kate Hudson hefur bæst í hóp þeirra stórstjarna sem fengið hafa sig fullsaddar af paparazzi-ljósmyndurum. Í samtali við tímaritið Elle segir Kate að henni sé skapi næst að berja frá sér að hætti Bjarkar. „Þeir leggja á sig alveg ótrúlegustu hluti til að ná myndum. Og ég hef oft verið nærri því að lemja þá,“ segir Kate við tímaritið.

Leikkonan hefur verið vinsælt myndefni, allt frá því að hún sló í gegn í kvikmyndinni Almost Famous. Ekki minnkaði áhuginn þegar hún byrjaði með Owen Wilson en skildi svo við hann með þeim afleiðingum að leikarinn reyndi að stytta sér aldur. Auk þess eru paparazzar ákaflega áhugasamir um son leikkonunnar, Ryder, en hann er fjögurra ára gamall. „Þetta eru ekki góðir menn. Þegar þú ert að reyna að fara í skólann og þeir brjóta sér leið inn á skólalóðina þá vaknar sú þörf að vilja berja einhvern,“ segir Kate.


Tengdar fréttir

Sjötugur Böðvar skrifar nýja bók

Blásið verður til mikillar veislu í íslensku óperunni 11. janúar þegar rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson verður sjötugur. Fjöldi landsþekktra leikara mun lesa upp úr verkum Böðvars og skáldið sjálft heiðrar samkomuna með nærveru sinni en hann hefur verið búsettur í Danmörku undanfarinn aldarfjórðung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.