Þak á innheimtukostnað og lækkun dráttarvaxta Björgvin G. Sigurðsson skrifar 24. janúar 2009 07:00 Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. Um áramót lækkuðu jafnframt dráttarvextir í kjölfar lagafrumvarps sem ég flutti fyrir jól og samþykkt var frá Alþingi. Þannig lækkar álag dráttarvaxta úr 11% í 7% miðað við helstu skammtímalán Seðlabankans. Bæði þessi atriði hafa verulega þýðingu fyrir þúsundir fjölskyldna og fyrirtækja, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og er mér ljúft og skylt að skýra betur frá þessari breytingu og nefna nokkur áþreifanleg dæmi. Reglugerðin um þak á innheimtukostnað felur í sér verulega lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu. Hagsmunir skuldara hafa því ekki verið hafðir að leiðarljósi. Ákvæðið um góða innheimtuhætti felur í sér að það teljist m.a. brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni eða óþægindum. Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur. Sömu takmörk eru á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði. Skuldari á rétt á að honum verði eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga að fá senda innheimtuviðvörun sem hann þarf að borga allt að 900 kr. fyrir í stað ótakmarkaðs gjalds samkvæmt ákvörðun kröfuhafa eða innheimtuaðila, t.d. lögmanns. Heimilt er þó með samningi milli kröfuhafa og skuldara í atvinnurekstri að víkja frá ákvæðum um innheimtuviðvörun. Samkvæmt þessu ættu kröfur ekki að fara beint í t.d. áskorun á grundvelli aðfararlaga þar sem kostnaður getur verið um 30.000 kr. fyrir innheimtu á 50.000 kr. kröfu. Í gjaldfrjálsri milliinnheimtu , sem tæki við af innheimtuviðvörun (fruminnheimtu), mætti frá 1. febrúar almennt innheimta að hámarki sem hér segir svo að nokkur dæmi séu tekin: Fyrir 5.000 kr. kröfu með einu milliinnheimtubréfi og tveimur ítrekunum mætti innheimta allt að 3 x 2.000 kr. eða samtals 6.000 kr. í stað t.d. 3 x 2.300 eða alls 6.900 kr. Fyrir 50.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 3.500 eða samtals 10.500 kr. í stað t.d. 3 x 5.100 eða alls 15.300 kr. Fyrir 100.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 6.850 eða alls 20.550 kr. Fyrir 1.000.000 kr. kröfu og yfir mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 12.800 eða alls 38.400 kr. Eins og sjá má af þessum dæmum er hér um raunverulegt hagsmunamál að ræða fyrir skuldara í landinu. Ákvæðið getur leitt til breytinga á innheimtuháttum, skuldurum til hagsbóta, t.d. ef vanskil verða á samningsbundnum greiðslum. Hvað dráttarvextina varðar má einnig fullyrða að lækkun álags í 7% í stað 11% hafi verulega þýðingu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Hér eru þó aðeins tvö nýjustu atriðin sem gripið hefur verið til undanfarnar vikur. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. Um áramót lækkuðu jafnframt dráttarvextir í kjölfar lagafrumvarps sem ég flutti fyrir jól og samþykkt var frá Alþingi. Þannig lækkar álag dráttarvaxta úr 11% í 7% miðað við helstu skammtímalán Seðlabankans. Bæði þessi atriði hafa verulega þýðingu fyrir þúsundir fjölskyldna og fyrirtækja, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og er mér ljúft og skylt að skýra betur frá þessari breytingu og nefna nokkur áþreifanleg dæmi. Reglugerðin um þak á innheimtukostnað felur í sér verulega lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu. Hagsmunir skuldara hafa því ekki verið hafðir að leiðarljósi. Ákvæðið um góða innheimtuhætti felur í sér að það teljist m.a. brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni eða óþægindum. Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur. Sömu takmörk eru á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði. Skuldari á rétt á að honum verði eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga að fá senda innheimtuviðvörun sem hann þarf að borga allt að 900 kr. fyrir í stað ótakmarkaðs gjalds samkvæmt ákvörðun kröfuhafa eða innheimtuaðila, t.d. lögmanns. Heimilt er þó með samningi milli kröfuhafa og skuldara í atvinnurekstri að víkja frá ákvæðum um innheimtuviðvörun. Samkvæmt þessu ættu kröfur ekki að fara beint í t.d. áskorun á grundvelli aðfararlaga þar sem kostnaður getur verið um 30.000 kr. fyrir innheimtu á 50.000 kr. kröfu. Í gjaldfrjálsri milliinnheimtu , sem tæki við af innheimtuviðvörun (fruminnheimtu), mætti frá 1. febrúar almennt innheimta að hámarki sem hér segir svo að nokkur dæmi séu tekin: Fyrir 5.000 kr. kröfu með einu milliinnheimtubréfi og tveimur ítrekunum mætti innheimta allt að 3 x 2.000 kr. eða samtals 6.000 kr. í stað t.d. 3 x 2.300 eða alls 6.900 kr. Fyrir 50.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 3.500 eða samtals 10.500 kr. í stað t.d. 3 x 5.100 eða alls 15.300 kr. Fyrir 100.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 6.850 eða alls 20.550 kr. Fyrir 1.000.000 kr. kröfu og yfir mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 12.800 eða alls 38.400 kr. Eins og sjá má af þessum dæmum er hér um raunverulegt hagsmunamál að ræða fyrir skuldara í landinu. Ákvæðið getur leitt til breytinga á innheimtuháttum, skuldurum til hagsbóta, t.d. ef vanskil verða á samningsbundnum greiðslum. Hvað dráttarvextina varðar má einnig fullyrða að lækkun álags í 7% í stað 11% hafi verulega þýðingu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Hér eru þó aðeins tvö nýjustu atriðin sem gripið hefur verið til undanfarnar vikur. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar