Erlent

Drápu 150 uppreisnarmenn sjíta í Jemen

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ekki er óalgengt að sjá hermenn, gráa fyrir járnum, á götum Saada í Jemen.
Ekki er óalgengt að sjá hermenn, gráa fyrir járnum, á götum Saada í Jemen.

Öryggissveitir í Norðvestur-Jemen drápu um 150 uppreisnarmenn sjíta í gær eftir að þeir reyndu að sölsa undir sig forsetahöllina í Saada. Þar með rufu uppreisnarmennirnir vopnahlé sem nýlega tók gildi en þeir komu skyndilega úr öllum áttum á um það bil 70 brynvörðum bílum og sóttu að höllinni. Öryggissveitirnar voru fljótar á vettvang og tókst að brjóta árásarherinn á bak aftur en tveir öryggissveitarmenn féllu í bardaganum og 20 særðust. Róstusamt hefur verið í Saada, þar sem sjíta-múslimar eru atkvæðamiklir, og hafa blóðug átök milli þeirra og stjórnarhersins verið tíð síðastliðin fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×