Innlent

Kanna áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er formaður nefndar sem kannar áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er formaður nefndar sem kannar áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur formann sjö manna vinnuhóps sem ætlað er að meta meta sérstaklega áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Skipunin er í samræmi við ríkisstjórnarinnar frá því fyrr í mánuðinum.

Vinnuhópurinn mun meðal annars safna upplýsingum um áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna, meta áætlanir ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka um viðbrögð við efnahagsástandinu og áhrif þeirra á stöðu kynjanna.

Áætlað er að Ástu Ragnheiði verði afhent áfangaskýrsla vinnuhópsins um miðjan marsmánuð næstkomandi.


Tengdar fréttir

Fylgst með áhrifum efnahagsþrenginga á stöðu kynjanna

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að settur verði á fót vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Hópurinn verður skipaður af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×