Innlent

Átta ára stúlka hengdi sig næstum á reiðhjólahjálmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á flestum reiðhjólahjálmum eru bönd sem geta verið stórvarasöm.
Á flestum reiðhjólahjálmum eru bönd sem geta verið stórvarasöm.
Átta ára stúlka var hætt komin við Engidalsskóla síðdegis í gær þegar reiðhjólahjálmur hennar festist í klifurgrind. Stúlkan sem var að klifra í klifurgrindinni, smeygði sér niður á milli rimla en við það festist hjálmurinn sem var of stór fyrir bilið.

Stúlkan hékk í hjálminum og liðu nokkrar sekúndur þangað til að hún gat losað sig. Á meðan gat hún hvorki talað né andað. Henni tókst að lokum að koma sér úr hjálminum sem var rúmur á höfði hennar og má segja að það hafi bjargað henni frá hengingu. Stúlkan hlaut sýnilega áverka en er að jafna sig eftir áfallið, samkvæmt upplýsingum frá Forvarnarhúsi Sjóvár.

Herdís Storgaard hjá Forvarnarhúsinu segir mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að þau taki af sér hjálminn áður en að þau fara að leika sér í leiktækjum því spennan opnast ekki þegar að þetta kemur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×